Ondo og McFadden leikmenn ársins

  • Fréttir
  • 3. október 2010
Ondo og McFadden leikmenn ársins

Gilles Mbang Ondo og Sarah McFadden voru kjörnir leikmenn ársins á glæsilegu lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur sem fram fór í Eldborg í gærkvöldi. Þá voru Alexander Magnússon og Sara Hrund Helgadóttir valdir efnilegustu leikmennirnir. Jafnframt voru ýmis önnur verðlaun veitt. Lokahófið var í fyrsta skipti haldið í Eldborg en þar voru um 250 manns í mat og svo var dansað fram á nótt með frábærri danshljómsveit, Saga Class.

Veisluborðið svignaði undan kræsingum Bjarna Ólasonar og veislustjórn var í öruggum höndum Hjálmars Hallgrímssonar aðstoðarþjálfara og eftirhermu sem fór á kostum allt kvöldið. Leikmenn karla- og kvennaliðanna voru með skemmtiatriði og Breiðbandið sló á létta strengi.

Stinningskaldi, stuðningsmannaklúbbur Grindavíkur, valdi Gilles Mband Ondo leikmann ársins. Þá fengu hjónin Jósef Kr. Ólafsson og Hildur Guðmundsdóttir verðlaun sem stuðningsmenn ársins og starfsfólk knattspyrnudeildar fékk sérstök verðlaun fyrir vel unnin störf.

Að lokum voru svo veitt hefðbundin verðlaun fyrir afrek sumarsins en leikmenn, stjórn og þjálfarar sjá um valið á leikmanni ársins í meistaraflokki en þjálfarar í 2. flokki.

Eftirfarandi fengu verðlaun að þessu sinni:

2. flokkur:
Markakóngur -  Milos Jugovic
Besti leikmaður - Bragi B. Ríkharðsson

Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaður og markakóngur - Gilles Mbang Ondo
Efnilegasti leikmaðurinn - Alexander Magnússon

Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaður - Sarah McFadden
Efnilegasti leikmaðurinn - Sara Hrund Helgadóttir
Markakóngur - Shaneka Gordon

Efsta mynd:
Verðlaunahafar kvöldsins: Sigurður Enoksson sem tók við verðlaunum fyrir hönd Söru McFadden sem var valin leikmaður ársins, Gilles Mbang Ondo leikmaður ársins og markakóngur, Alexander Magnússon efnilegastur, Shaneka Gordon markakóngur og Sara Hrund Helgadóttir efnilegust.

Verðlaunahafar: Gilles Mbang Ondo besti leikmaðurinn og markakóngur, Alexander Magnússon efnilegastur, Óskar Pétursson sem varð þriðji í kjörinu og Jósef Kristinn Jósefsson sem varð annar.

Verðlaunahafar: Sigurður Enoksson sem tók við verðlaunum fyrir hönd Söru McFadden sem var valin leikmaður ársins, Bentína Frímannsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir sem urðu jafnar í 2. og 3. sæti í kjörinu, Shaneka Gordon markakóngur og Sara Hrund Helgadóttir sem var kjörin efnilegust.

Hjálmar Hallgrímsson veislustjóri tók lagið.

Starfsfólkið í Gula húsinu ásamt fulltrúum Stinningskalda.

Jósef og Hildur, stuðningsmenn ársins ásamt Einari og Gunnar Má frá Stinningskalda.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 21. janúar 2019

Matseđill vikunnar í Víđihlíđ

Fréttir / 18. janúar 2019

Pakkhúsiđ á Hofsósi fyrirmyndin

Fréttir / 18. janúar 2019

Grindavíkurbćr óskar eftir tölvumanni

Fréttir / 17. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Zumbafitness

Grunnskólafréttir / 14. janúar 2019

Stjörnuhópar í heimsókn

Fréttir / 14. janúar 2019

Metađsókn á Ţorrablót Grindvíkinga

Fréttir / 11. janúar 2019

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 10. janúar 2019

Menningarvikan 2019 verđur 9. - 17. mars

Fréttir / 10. janúar 2019

Lokađ viđ Stamphólsveg fram ađ hádegi

Fréttir / 9. janúar 2019

Icelandic courses - Grindavík

Fréttir / 9. janúar 2019

Lífshlaupiđ: Landskeppni í hreyfingu

Fréttir / 8. janúar 2019

Hreyfing 2019 - CrossFit

Fréttir / 7. janúar 2019

Árleg flöskusöfnun um nćstu helgi

Fréttir / 6. janúar 2019

Ţrettándagleđi viđ Gjána í kvöld