Fundur nr. 125

  • Umhverfisnefnd
  • 7. september 2010

125. fundur Umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar haldinn í sal bæjarstjórnar, mánudaginn 30. ágúst 2010 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu: Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Jón Ólafur Sigurðsson.

Fundargerð ritaði:  Þorsteinn Gunnarsson.

Dagskrá:

1. 1008050 Lög og reglur umhverfisnefndar
Lagt fram.

2. 1008051 Umhverfisverðlaun 2010
Eftir ábendingar og vettvangsferðir hefur nefndin ákveðið að veita eftirfarandi verðlaun:
Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Norðurvör 2, Matthías Grindvík Guðmundsson og Berta Grétarsdóttir.
Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Blómsturvellir 6, Daníel Jónsson og Birna Bjarnadóttir.
Verðlaun fyrir ræktun við erfiðar aðstæður: Staðarhóll í Staðarhverfi - Elsa Dóra og Jóhann Líndal.
Verðlaun fyrir vel heppnaða viðgerð á gömlu húsi: Bergsholt, Borgarhraun 5 - Björn Steinar Sigurjónsson og Rebekka Jórmundsdóttir.
Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið: Þorbjörn hf. fyrir minja- og myndasýninguna.
Umhverfisnefnd þakkar Ástu Jóhannesdóttur, garðyrkjustjóra bæjarins, fyrir fagleg ráðgjöf við valið.
Þá þakkar nefndin margar góðar ábendingar frá bæjarbúum.

3. 1008052 Heimsókn frá Samtökunum Gróður fyrir fólk.
Lagt fram.

4. 1008053 Gámar á íbúða- og fyrirtækjalóðum.
Ábendingar hafa borist um gáma á íbúða- og fyrirtækjalóðum sem ekki er stöðuleyfi fyrir og hafa verið þar um langa hríð. Nefndin bendir lóðareigendum á að skipulagt gámasvæði fyrir Grindavíkurbæ er í Moldarlág. Jafnframt beinir nefndum þeim tilmælum til skipulags- og bygginganefndar að fylgja þessu máli eftir og nota þau úrræði sem eru fyrir hendi.

5. 1004032 - Reglugerð um skilti í Grindavíkurbæ.
Nefndin telur að reglugerð um skilti í bænum sé löngu tímabær og samþykkir hana eins og hún liggur fyrir. Nefndin leggur til að fundinn verði staður fyrir fasta auglýsingareiti og bendir þar t.d. á innkomuplan við götuskilti á Grindavíkurvegi ,á gíghæðinni og við hafnarsvæðið. Slík svæði þyrfti að skipuleggja í samræmi við reglugerðina.

6. 1008054 Þakkir til Vinnuskólans.
Nefndin þakkar Vinnuskólanum fyrir vel unnin störf á líðandi sumri. Bærinn er ákaflega snyrtilegur svo eftir er tekið. Einnig er Vinnuskólanum þakkað fyrir góða umhirðu og umsjón tjaldsvæðis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135