Nemendafélag

  • Grunnskólinn
  • 04.05.2018
Nemendafélag

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess.


Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

 

Nemendaráð skólaárið 2017 - 2018 

Formaður: Aníta Sif Kristjánsdóttir 10.E
Varaformaður: Gunnlaugur Gylfi Bergþórsson 10.E
10. bekkur:  Rakel Sif Alfreðsdóttir, Una Rós Unnarsdóttir, Vignir Berg Pálsson
9. bekkur: Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Ólafur Reynir Ómarsson, Patrekur Ívar Björnsson,  Tinna Dögg Siggeirsdóttir  
8. bekkur:  Ester María Pálsdóttir, Jón Fannar Sigurðsson, Viktor Örn Hjálmarsson
7. bekkur:  Róbert Þórhallsson, Svanþór Rafn Róbertsson

Umsjónarmaður félagsstarfs er Jóhann Árni Ólafsson.

 

Nemendafélag Grunnskóla Grindavíkur starfar skv 10.gr laga um Grunnskóla.

10. gr.
Nemendafélag.

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

Markmið nemendafélagsins í skólanum er að þar geti nemendur unnið að félags-, hagsmuna og velferðamálum nemenda og:
1. þroskist félagslega
2. verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi
3. geti tjáð skoðanir sínar með eðlilegum hætti og unnið með öðrum
að þroskandi viðfangsefnum.
4. Árgangafulltrúar komi skoðunum nemenda á framfæri á fundum þó svo að þær stangist á við eigin skoðanir.


Kosningar:

Hver árgangur í sjötta til níunda bekkja, kýs sér fulltrúa í nemendafélagið að vori.
Nauðsynlegt er talið að hver bekkur hafi mann í nemendafélaginu þannig að bekkjarfulltrúarnir séu tengiliðir bekkjanna við nemendaráðið, láti bekkinn fylgjast með hvað sé verið að gera og hvað sé framundan, einnig að taka við hugmyndum og/eða athugasemdum vegna starfseminnar. Formaður og varaformaður koma úr röðum níunda bekkja og fá allir árgangar að kjósa um formann nemendaráðsins.

Fundir nemendafélagsins eru vikulega þar sem farið er yfir þau verkefni sem þarf að sinna. Ritari er kosinn á fyrsta fundi að hausti og er rituð fundargerð á hverjum fundi.

Umsjónarmaður nemendafélagsins kemur úr röðum kennara, hans hlutverk er að halda utan um starfsemina, stjórna fundum, skipuleggja viðburði, kenna fundarsköp og lýðræðisleg vinnubrögð.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR