516. fundur skipulags- og byggingarnefndar

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 28. júní 2010

 

 

 

 

 

 


516. fundur
Skipulags- og byggingarnefndar Grindavíkur
haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa,
mánudaginn 28. júní 2010 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Unnar Á Magnússon, Margrét Erlingsdóttir, Jón Emil Halldórsson (JEH), Vilhjálmur Árnason (VÁ), Guðmundur Einarsson (GE), Ólafur Már Guðmundsson (ÓMG), Helgi Þór Guðmundsson (HÞG) ásamt Sigurði Kristmundssyni

Fundargerð ritaði: Ingvar Þ. Gunnlaugsson, Forstöðumaður Tæknideildar

 

Dagskrá:

1. 1006047 - Umsókn um byggingarleyfi Norðurvör 3
Styrmir Jóhannsson sækir um byggingarleyfi á viðbyggingu við einbýlishús sitt að Norðurvör 3. samkv. teikningum frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags.16.03.10

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara að íbúar við Norðurvör 1 og 5, ásamt Staðarvör 2 og 4 samþykki breytinguna.

2. 1006046 - Umsókn um byggingarleyfi Vörðusund 4
H.H.Smíði ehf., kt. 430800-2480, Árnastíg 2, 240 Grindavík sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á einni hæð. Skv. meðfylgjandi teikningum frá Guðmundi Einarssyni byggingarfræðingi dags. 05.04.2010.

Nefndin samþykkir erindið, en óskar eftir því við framkvæmdaraðila að hann gangi frá lóðinni í samræmi við Vörðusund 2.

3. 1006044 - Fyrirspurn vegna breytinga á einbýlishúsi við Borgarhraun 15.
Steingrímur E Kjartansson og Grachille A Baliqod, óska eftir umsögn nefndar á tillögu að fyrirhuguðum breytingum á Borgarhrauni 15. Sjá meðfylgjandi uppdrætti frá verkfræðistofunni Verkmáttur dags.31.05.10.

Nefndin tekur jákvætt í erindið


4. 1006030 - Ósk um leyfi til uppsetningar á skjólvegg utan lóðar
Ágústa Inga Sigurgersdóttir og Haukur Guðberg Einarsson, Suðurhópi 3, sækja um leyfi til að setja skjólvegg, 1 m fyrir utan lóðarmörk. Sjá tillögu frá Landslagsarkitekt.

Nefndin samþykkir erindið þar sem um er að ræða mikinn hæðarmismun og mikla nálægð milli götu og lóðar.

5. 1006022 - Ósk um uppsetningu á parabóluloftneti
Míla ehf. óskar eftir leyfi fyrir parabóluloftneti við Víkurbraut 25

Nefndin samþykkir erindið

6. 1005051 - Ósk um flýtimeðferð um framkvæmdarleyfi fyrir borun
Ósk um framkvæmdarleyfi fyrir borun tveggja 200 m djúpra niðurfallshollna.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara á samþykki Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja fyrir boruninni og að ekki verði um frekara jarðrask af völdum framkvæmdarinnar að ræða. Jafnframt fer fram á að framkvæmdaraðili beri fullan kostnað af eftirliti verksins af hendi bæjarins.

7. 1006040 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 - SV-línur
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um tillögu um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025, vegna sv-línur ásamt umhverfisskýrslu dags. 16.10.2009

Nefndin gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

8. 0810019 - Breyting á deiluskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi
Forstöðumaður tæknideildar óskar eftir samþykki nefndarinnar vegna deiliskipulagstillögu dags. 29.04.2010 ásamt umhverfisskýrslu dags.júní 2010 unnin af Verkfræðistofu Suðurnesja og VSÓ ráðgjöf er varðar stækkun Reykjanesvirkjunar.

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að tillagan samrýmist auðlindastefnu Grindavíkurbæjar. Jafnframt bendir nefndin á að það vantar að tilgreina á uppdráttum að sveitarfélagsmörk séu óviss.

9. 1001062 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi í Svartsengi vegna metanólvinnslu.
CRI óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Svartsengi í Grindavík vegna byggingar metanólvinnslu sbr. 2 mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga 73/1997

Breytingin felur í sér:
(a) Stækkun byggingarreits á lóð metanólverksmiðju til að skapa nauðsynlegt svigrúm fyrir aðstöðu verksmiðjunnar. Leyfilegt er að byggja turn sem er 24 m að hæð og telst það í samræmi við hæðartakmarkanir deiliskipulags. Engin breyting er gerð á leyfilegu byggingarmagni.
(b) Lagnaleið frá Svartsengisvirkjun að lóð metanólverksmiðju. Í lagnaleið geta m.a. verið , jarðgas, heitt vatn, kalt vatn og kælivatn.
Meginlagnir verða neðanjarðar, lítill hluti lagna verður ofanjarðar eins og sýnt er nánar á uppdrætti.
(c) Gufulögn sem liggur frá Svartsengisvirkjun að lóð metanólverksmiðju.

Nefndin samþykkir erindið sbr. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga, en bendir CRI á að reyna að byggja upp mannvirkin þannig að þau falli sem best inn í umhverfi sitt.

10. 1006054 - Ósk um umsögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Golfklúbb Grindavíkur
Í upphafi fundarins óskaði formaður eftir því að taka þetta erindi inn sem afbrigði á dagskrá
Samþykkt samhljóða

Golfklúbbur Grindavíkur óskar eftir umsögn nefndarinnar varðandi fyrirhugaðra framkvæmda við golfvöllinn.
-Endurbætur á palli við æfingarvöll
-Vélageymsla fyrir vélar og tæki golfklúbbsins.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag í gildi fyrir Golfvöll Grindavíkur, óskar nefndin eftir því að nýtt deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið í samræmi við aðalhönnun vallarins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135