Ólafur Örn Bjarnason ráđinn ţjálfari Grindavíkur - Samkomulag í höfn viđ Brann
Ólafur Örn Bjarnason ráđinn ţjálfari Grindavíkur - Samkomulag í höfn viđ Brann

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ráðið Ólaf Örn Bjarnason sem þjálfara liðsins til næstu fjögurra ára og verður Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari hans. Þá hefur Grindavík komist að samkomulagi við norska félagið Brann þar sem Ólafur Örn hefur leikið undanfarin sjö ár við góðan orðstír.

Viðræður við Brann gengu mjög vel og ljóst að Ólafur Örn nýtur mikillar virðingar hjá félaginu sem vildi greiða götu hans þrátt fyrir afar erfiða stöðu en Brann krafðist ekki krónu fyrir Ólaf Örn en samningur hans við félagið rennur út næsta haust.

Samkomulagið við Brann felst í því að hann verður bæði þjálfari Grindavíkur og leikmaður Brann þangað til í lok júlí. Ólafur spilar með Brann ákaflega þýðingamikinn leik gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það. Þar sem félagaskiptaglugginn í Noregi opnar ekki fyrr en 1. ágúst getur Brann ekki fengið til sín nýjan varnarmann í stað Ólafs Arnar fyrr en þá og því varð þetta niðurstaðan í viðræðum félaganna.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur þakkar Brann fyrir gott samstarf og er það jafnframt vilji beggja félaga að halda því áfram báðum félögum til hagsbóta á ýmsan hátt.

Með ráðningu Ólafs Arnar er knattspyrnudeild Grindavíkur að horfa til framtíðar og þess vegna var ákveðið að fara þessa leið. Ólafur Örn er 35 ára, hann Grindvíkingur og lék 135 leiki með félaginu á sínum tíma og skoraði 18 mörk. Þá lék hann með Malmö 1998 til 2000 (23/2) og hefur leikið 28 A landsleiki.

Fyrsti leikur Grindavíkur undir stjórn Ólafs Arnar verður því gegn Breiðablik mánudaginn 14. júní nk. Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari mun stýra Grindavík í næstu þremur leikjum, gegn FH, Þór og ÍBV. 

Nýlegar fréttir

fös. 23. sep. 2016    Hrađahindranir á Austurvegi lagfćrđar
fös. 23. sep. 2016    Netiđ vekur athygli víđa
fös. 23. sep. 2016    Starfsmađur óskast í hlutastarf á leikskólanum Laut
fös. 23. sep. 2016    Annađ skvísuleikfiminámskeiđ í bođi
fös. 23. sep. 2016    Sprengistjörnur í myndmenntasmiđju
fös. 23. sep. 2016    Sćti í Pepsi-deildinni í húfi á Grindavíkurvelli í dag
fös. 23. sep. 2016    Lausar stöđur hjá Slökkviliđi Grindavíkur
fim. 22. sep. 2016    Lýsi landađ í Grindavíkurhöfn
fim. 22. sep. 2016    Tekiđ til hendinni úti á skólalóđ
fim. 22. sep. 2016    Stangarskotiđ á netiđ
miđ. 21. sep. 2016    Góđar gjafir frá Kvenfélaginu til dagvistar eldri borgara
miđ. 21. sep. 2016    Einar Ţór Lárusson hlýtur Nýsköpunarverđlaun Íslenska sjávarklasans
miđ. 21. sep. 2016    Hćgt ađ kaupa miđa bara á balliđ í forsölu
miđ. 21. sep. 2016    Opiđ hús hjá Rauđa Krossinum í Grindavík
miđ. 21. sep. 2016    Skemmtilegt Nordplus verkefni í 8. bekk
ţri. 20. sep. 2016    Ćfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar
ţri. 20. sep. 2016    Heilsu- og forvarnarvika - Skilafrestur til fimmtudags
mán. 19. sep. 2016    Alda vekur heimsathygli
mán. 19. sep. 2016    12 spor - andlegt ferđalag
mán. 19. sep. 2016    Pennarnir á lofti hjá körfunni
mán. 19. sep. 2016    Fyrsta sćtiđ gekk Grindvíkingum úr greipum á Akureyri
mán. 19. sep. 2016    Foreldraviđtöl vikuna 26. - 30. september
fös. 16. sep. 2016    Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur
fös. 16. sep. 2016    Umhverfisverđlaunin afhent á mánudaginn
fös. 16. sep. 2016    Göngu- og hjólareiđastígurinn viđ Grindavíkurveg teygir sig áfram
Grindavík.is fótur