Ólafur Örn Bjarnason ráđinn ţjálfari Grindavíkur - Samkomulag í höfn viđ Brann
Ólafur Örn Bjarnason ráđinn ţjálfari Grindavíkur - Samkomulag í höfn viđ Brann

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ráðið Ólaf Örn Bjarnason sem þjálfara liðsins til næstu fjögurra ára og verður Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari hans. Þá hefur Grindavík komist að samkomulagi við norska félagið Brann þar sem Ólafur Örn hefur leikið undanfarin sjö ár við góðan orðstír.

Viðræður við Brann gengu mjög vel og ljóst að Ólafur Örn nýtur mikillar virðingar hjá félaginu sem vildi greiða götu hans þrátt fyrir afar erfiða stöðu en Brann krafðist ekki krónu fyrir Ólaf Örn en samningur hans við félagið rennur út næsta haust.

Samkomulagið við Brann felst í því að hann verður bæði þjálfari Grindavíkur og leikmaður Brann þangað til í lok júlí. Ólafur spilar með Brann ákaflega þýðingamikinn leik gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það. Þar sem félagaskiptaglugginn í Noregi opnar ekki fyrr en 1. ágúst getur Brann ekki fengið til sín nýjan varnarmann í stað Ólafs Arnar fyrr en þá og því varð þetta niðurstaðan í viðræðum félaganna.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur þakkar Brann fyrir gott samstarf og er það jafnframt vilji beggja félaga að halda því áfram báðum félögum til hagsbóta á ýmsan hátt.

Með ráðningu Ólafs Arnar er knattspyrnudeild Grindavíkur að horfa til framtíðar og þess vegna var ákveðið að fara þessa leið. Ólafur Örn er 35 ára, hann Grindvíkingur og lék 135 leiki með félaginu á sínum tíma og skoraði 18 mörk. Þá lék hann með Malmö 1998 til 2000 (23/2) og hefur leikið 28 A landsleiki.

Fyrsti leikur Grindavíkur undir stjórn Ólafs Arnar verður því gegn Breiðablik mánudaginn 14. júní nk. Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari mun stýra Grindavík í næstu þremur leikjum, gegn FH, Þór og ÍBV. 

Nýlegar fréttir

miđ. 4. maí 2016    Drengjaflokkur í undanúrslit
miđ. 4. maí 2016    Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli 7. maí
miđ. 4. maí 2016    Lausar stöđur hjá Slökkviliđi Grindavíkur
miđ. 4. maí 2016    Tjaldsvćđiđ opnar á föstudaginn - Kvikan opin alla daga
ţri. 3. maí 2016    8-liđa úrslit í Drengjaflokki
ţri. 3. maí 2016    Fréttabréf frístunda- og menningarsviđs nr. 13
ţri. 3. maí 2016    Ađalfundur Skógrćktarfélagsins
mán. 2. maí 2016    Umsóknir nýnema viđ Tónlistarskólann í Grindavík
mán. 2. maí 2016    Mörtuganga - Hesthellir
mán. 2. maí 2016    Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina
mán. 2. maí 2016    Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna
mán. 2. maí 2016    Mörtuganga - Rásin í átt ađ kirkjugarđi
mán. 2. maí 2016    Inkasso-deildin hefst á föstudaginn - Grindavík spáđ 6. sćtinu
mán. 2. maí 2016    Grindavík tók Fjarđabyggđ í kennslustund
mán. 2. maí 2016    Ţriđji flokkur karla safnar dósum í dag
mán. 2. maí 2016    Mörtuganga - Gálgaklettar
fös. 29. apr. 2016    Mörtugangan 2016
fös. 29. apr. 2016    Fjárhagsleg stađa Grindavíkurbćjar sterk - 216 milljóna afgangur
fös. 29. apr. 2016    Úrslitahelgi 8. flokks kvenna
fös. 29. apr. 2016    Fisktćkniskólinn fékk vćnan Erasmus styrk
fös. 29. apr. 2016    Skila ţarf viđburđum í dagskrá Sjóarans síkáta í seinasta lagi 10. maí
fös. 29. apr. 2016    Ungmennaráđiđ fundađi međ bćjarstjórn - Lagđi fram áskoranir
fös. 29. apr. 2016    4. S. fékk Mćtingabikarinn
fös. 29. apr. 2016    Nýjar siđareglur Golfklúbbs Grindavíkur samţykktar
fim. 28. apr. 2016    Afsláttur af hjálmum hjá Reykjanes Bike
Grindavík.is fótur