Ólafur Örn Bjarnason ráđinn ţjálfari Grindavíkur - Samkomulag í höfn viđ Brann
Ólafur Örn Bjarnason ráđinn ţjálfari Grindavíkur - Samkomulag í höfn viđ Brann

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ráðið Ólaf Örn Bjarnason sem þjálfara liðsins til næstu fjögurra ára og verður Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari hans. Þá hefur Grindavík komist að samkomulagi við norska félagið Brann þar sem Ólafur Örn hefur leikið undanfarin sjö ár við góðan orðstír.

Viðræður við Brann gengu mjög vel og ljóst að Ólafur Örn nýtur mikillar virðingar hjá félaginu sem vildi greiða götu hans þrátt fyrir afar erfiða stöðu en Brann krafðist ekki krónu fyrir Ólaf Örn en samningur hans við félagið rennur út næsta haust.

Samkomulagið við Brann felst í því að hann verður bæði þjálfari Grindavíkur og leikmaður Brann þangað til í lok júlí. Ólafur spilar með Brann ákaflega þýðingamikinn leik gegn Álasundi 6. júní en Brann er í næst neðsta sæti norsku deildarinnar og í mikilli fallbaráttu. Hlé er gert í norsku deildinni eftir þann leik í mánuð og kemur Ólafur Örn þá heim og tekur við Grindavíkurliðinu. Í júlí fer hann aftur til Noregs og mun hann spila fjóra leiki með Brann, þann síðasta gegn Sandefjord 25. júlí en eftir þann leik kemur hann alfarið heim til Grindavíkur og mun jafnframt leika með liðinu eftir það. Þar sem félagaskiptaglugginn í Noregi opnar ekki fyrr en 1. ágúst getur Brann ekki fengið til sín nýjan varnarmann í stað Ólafs Arnar fyrr en þá og því varð þetta niðurstaðan í viðræðum félaganna.

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur þakkar Brann fyrir gott samstarf og er það jafnframt vilji beggja félaga að halda því áfram báðum félögum til hagsbóta á ýmsan hátt.

Með ráðningu Ólafs Arnar er knattspyrnudeild Grindavíkur að horfa til framtíðar og þess vegna var ákveðið að fara þessa leið. Ólafur Örn er 35 ára, hann Grindvíkingur og lék 135 leiki með félaginu á sínum tíma og skoraði 18 mörk. Þá lék hann með Malmö 1998 til 2000 (23/2) og hefur leikið 28 A landsleiki.

Fyrsti leikur Grindavíkur undir stjórn Ólafs Arnar verður því gegn Breiðablik mánudaginn 14. júní nk. Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari mun stýra Grindavík í næstu þremur leikjum, gegn FH, Þór og ÍBV. 

Nýlegar fréttir

fös. 22. júl. 2016    Sigri fagnađ á Ásvöllum
fim. 21. júl. 2016    Grindavíkurstrákar á erfiđum útivelli í kvöld
fim. 21. júl. 2016    361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn
miđ. 20. júl. 2016    Pylsupartý fyrir nágrannaslaginn
ţri. 19. júl. 2016    GG mćtir toppliđinu
ţri. 19. júl. 2016    Opiđ sviđ á Bryggjunni nćstu tvö föstudagskvöld
mán. 18. júl. 2016    Gúmmíkurliđ ryksugađ
mán. 18. júl. 2016    Kvennanámskeiđ Golfklúbbs Grindavíkur
mán. 18. júl. 2016    Skemmtilegur vinnuskóladagur
mán. 18. júl. 2016    Líf og fjör á leikjanámskeiđum sumarsins
mán. 18. júl. 2016    Sameina krafta sína á nýrri stofu
mán. 18. júl. 2016    Grindavík komiđ í 2. sćtiđ
fös. 15. júl. 2016    Ókeypis ađgangur á leik Fram og Grindavíkur
fös. 15. júl. 2016    Olís eykur opnunartímann
fös. 15. júl. 2016    Síđasta leikjanámskeiđ sumarsins - Skráning í gangi
fös. 15. júl. 2016    Tók ţátt í ađgerđinni í Sveinsgili
fös. 15. júl. 2016    Stelpurnar fóru létt međ botnliđiđ
fim. 14. júl. 2016    Ábendingar um fallega garđa, snyrtilegt umhverfi og fallegasta tréđ - Umhverfisverđlaun 2016
miđ. 13. júl. 2016    Góđ endurkoma tryggđi dýrmćtt stig
ţri. 12. júl. 2016    Martin og Hörđur Axel međ sumarćfingu í Grindavík
ţri. 12. júl. 2016    RISASLAGUR á Grindvíkurvelli í kvöld
ţri. 12. júl. 2016    Tveir nýir bílar frá Aflvélum
ţri. 12. júl. 2016    Sparkvöllunum lokađ - Skipt út grasi og gúmmíkurli
ţri. 12. júl. 2016    Leikskólalóđir lokađar vegna framkvćmda
mán. 11. júl. 2016    Lokađ fyrir kalda vatniđ í nótt
Grindavík.is fótur