Grindavík spáđ 7. sćti

  • Fréttir
  • 1. maí 2010
Grindavík spáđ 7. sćti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Grindavík endi í 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. Um liðið segir að
Grindavík ætlar sér stóra hluti í sumar en það hefur verið erfitt að spá mikið í liðið þar sem Luka Kostic þjálfari hefur róterað liðinu nokkuð mikið á undirbúningstímabilinu. Þeir virkuðu nokkuð sannfærandi í Lengjubikarnum. Liðið gæti á góðum degi unnið alla en á slæmum degi tapað fyrir öllum. Margir ungir leikmenn hafa spilað í vetur og það er spurning hvernig þeir eiga eftir að koma út.

 

Þá segir ennfremur:

,,Styrkleikar:
Geta verið mjög skæðir fram á við með Gilles Mbang Ondo, Grétar Ólaf Hjartarson og Scott Ramsay og Ondo getur verið besti framherji deildarinnar sem gæti vel skorað 10 - 15 mörk. Koma Auðuns Helgasonar í vörnina á eftir að koma með mikinn stöðugleika þar og hann á eftir að binda varnarleikinn saman svo það er mikilvægt líka að hann haldist heill.

Veikleikar:
Hafa ekki verið með nægilega sterka markverði og þá sama hvort Óskar Pétursson eða Rúnar Dór Daníelsson verða í markinu. Þeir hafa ekki náð að stilla sama liðinu oft saman í vetur og því er spurning hvernig þeim gengur að ná saman sínu liði.

Lykilmenn:
Auðun Helgason, Gilles Mbang Ondo og Scott Ramsay.

Gaman að fylgjast með:
Það verður gaman að sjá hvernig Grétar Ólafur Hjartarson kemur út í sumar. Hann hefur verið lengi frá en það getur verið frábær skemmtun að horfa á hann spila fótbolta. Jósef Kristinn Jósefsson er orðinn frábær leikmaður og það verður gaman að sjá hvernig hann verður í sumar.


Breytingar á liðinu:

Nýir frá síðasta sumri:
Alexander Magnússon frá Njarðvík
Auðun Helgason frá Fram
Loic Ondo frá Frakklandi
Matthías Örn Friðriksson frá Þór
Rúnar Dór Daníelsson frá Víði
Grétar Ólafur Hjartarson, snýr aftur eftir meiðsli

Farnir frá síðasta sumri:
Ben Ryan Long til Njarðvíkur
Emil Daði Símonarson í Reyni Sandgerði á láni
Eysteinn Húni Hauksson hættur
Helgi Már Helgason
Óli Stefán Flóventsson til Sindra
Sylvain Soumare
Tor Erik Moen
Þórarinn Brynjar Kristjánsson til Klepp í Noregi
Zoran Stamenic hættur

--------------------------------------------------------------------------------
Leikmenn Grindavíkur sumarið 2010:
1. Óskar Pétursson
2. Óli Baldur Bjarnason
3. Ray Anthony Jónsson
4. Auðun Helgason
5. Marko Valdimar Stefánsson
6. Sveinbjörn Jónasson
7. Jóhann Helgason
8. Páll Guðmundsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Mckenna Ramsay
11. Orri Freyr Hjaltalín
12. Rúnar Dór Daníelsson
13. Benóný Þórhallsson
14. Loic Mbang Ondo
15. Gunnar Þorsteinsson
17. Bogi Rafn Einarsson
19. Gilles Daniel Mbang Ondo
20. Jóhann Helgi Aðalgeirsson
21. Guðmundur Egill Bergsteinsson
23. Jósef Kristinn Jósefsson
24. Grétar Ólafur Hjartarson
25. Alexander Magnússon


--------------------------------------------------------------------------------
Leikir Grindavíkur 2010:
11. maí: Stjarnan - Grindavík
17. maí: Grindavík - Keflavík
20. maí: Fram - Grindavík
25. maí: Grindavík - Valur
31. maí: FH - Grindavík
5. júní: Grindavík - ÍBV
14. júní: Breiðablik - Grindavík
21. júní: Haukar Grindavík
27. júní: Grindavík - Fylkir
4. júlí: KR - Grindavík
8. júlí: Grindavík - Selfoss
19. júlí: Grindavík - Stjarnan
26. júlí: Keflavík - Grindavík
5. ágúst: Grindavík - Fram
8. ágúst: Valur - Grindavík
16. ágúst: Grindavik - FH
22. ágúst: ÍBV - Grindavík
30. ágúst: Grindavík - Breiðablik
12. september: Grindavík - Haukar
19. september: Grindavík - KR
25. september: Selfoss - Grindavík"


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2019

Breytt landnotkun á lóđ Verbrautar 1

Fréttir / 15. apríl 2019

Dagskrá Grindavíkurkirkju um páskana

Fréttir / 11. apríl 2019

Klókir litlir krakkar

Fréttir / 10. apríl 2019

Grindavíkurbćr 45 ára í dag

Fréttir / 9. apríl 2019

Vorverkin hafin hjá Grindavíkurbć

Fréttir / 9. apríl 2019

Áttatíu&fimm í Salthúsinu 12.apríl

Fréttir / 5. apríl 2019

Heimaleikur á sunnudag kl.17:00