Íţrótta- og ćskulýđsnefnd Fundur nr. 156

  • Íţrótta- og ćskulýđsnefnd
  • 19. janúar 2010

Ár 2010, mánudaginn 18. janúar var haldinn 156. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni og hófst kl. 16:15.

Mættir voru: Sigurður Enoksson formaður, Pálmar Guðmundsson, Þórunn Erlingsdóttir, Jóna Rut Jónsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir Hammer. Jafnframt sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Sigurður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Þetta gerðist:

1. 0904012 - Afrekssjóður Grindavíkur og UMFG

Til umræðu er breyting á 2. grein reglugerðar um íþrótta- og afrekssjóð Grindavíkur. Lögð er til breyting á stjórn sjóðsins þannig að sjóðstjórn sé skipuð þremur aðilum, tveimur fulltrúum skipuðum af íþrótta- og æskulýðsnefnd og einum fulltrúa aðalstjórnar UMFG. Samþykkt að senda erindi til UMFG með beiðni um að aðalstjórn UMFG tilnefni mann í stjórn sjóðsins.

2. 0912013 - Íþróttamaður ársins 2009

Samkvæmt 3. grein reglugerðar íþrótta- og afrekssjóðs er markmið sjóðsins, í samráði við stjórn UMFG og önnur íþróttafélög í Grindavík, að taka þátt í árlegri útnefningu og viðurkenningum til þeirra íþróttamanna innan UMFG sem hlotið hafa íslandsmeistaratitla og auk þess vali á iþróttamanni Grindavíkur. Til umræðu eru nýjar verklagsreglur um það hvernig staðið skuli að kjöri á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur. Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar framkomnum verklagsreglum og vísar þeim til umsagnar aðalstjórnar UMFG.

3. 1001041 - Lífshlaupið 2010

Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar þessu átaki og hvetur fyrirtæki og einstaklinga í Grindavík til að skrá sig til leiks og fylgja eftir góðri þátttöku og jafnframt góðum árangri í Lífshlaupinu á árinu 2009. Jafnframt samþykkir nefndin að verðlauna þau fyrirtæki í Grindavík sem standa sig best í þessu verkefni og hvetur öll fyrirtæki til að skrá sig til þátttöku og taka þátt í keppni um heilsusamlegasta fyrirtækið í Grindavík.

4. 1001036 - Skotfélagið óskar eftir aðstoð og stuðningi.

Skofélagið Markmið í Grindavík óskar eftir stuðningi bæjaryfirvalda við að koma upp æfingasvæði á landi Grindavíkur. Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar tilvist nýstofnaðs skotfélags í Grindavík og leggur til við bæjarráð að beiðni félagsins verði mætt á jákvæðum nótum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15


Sigurður Enoksson
Þórunn Erlingsdóttir
Pálmar Guðmundsson
Jóna Rut Jónsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir Hammer.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135