Íţrótta- og ćskulýđsnefnd Fundur nr. 155

  • Íţrótta- og ćskulýđsnefnd
  • 7. desember 2009

Ár 2009, mánudaginn 7. desember var haldinn 155. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni og hófst kl. 16:15.

Mættir voru: Sigurður Enoksson formaður, Pálmar Guðmundsson, Þórunn Erlingsdóttir og Magnús Már Jakobsson, Sigríður Guðmundsdóttir Hammer. Jafnframt sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Sigurður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Þetta gerðist:


1. 0911034 - Verðskrá fyrir íþróttamannvirki

Borist hefur ný tillaga frá forstöðumanni íþróttamannvirkja um verðskrá fyrir útleigu á mannvirkjum. Nefndin samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar. Nefndin óskar eftir því að forstöðumaður íþróttamannvirkja sendi einnig inn verðskrá fyrir útleigu á sundlaug.

2. 0912012 - Ósk um styrk vegna júdókeppnin í Danmörku.

Samþykkt að styrkja júdódeildina um 200.000 kr. úr Afrekssjóði vegna þessarar ferðar. Sigríður Guðmundsdóttir Hammer vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3. 0912013 - Íþróttamaður ársins 2009

Kjörið verður á gamlársdag líkt og fyrir ári síðan. Kjörið verður samstarfsverkefni aðalstjórnar UMFG og stjórnar Afrekssjóðs.

4. 0912014 - Íþróttaskóli barna

Nefndin beinir þeim tilmælum til aðalstjórnar UMFG hvort ekki sé hægt að koma á íþróttaskóla fyrir börn á leiksskólaaldri eftir áramót. Jafnframt beinir nefndin þeim tilmælum til forstöðumanns íþróttamannvirkja að skapa svigrúm í íþróttahúsinu fyrir skólann í samráði við aðalstjórn UMFG og frístunda- og menningarfulltrúa.


5. 0912017 - Bréf knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildar UMFG

Borist hefur bréf frá knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild UMFG þar sem vakin er athygli á því að nokkuð hafi borið á því að menningar- og íþróttaviðburðir hafi verið að rekast á og fólk hafi því þurft að velja á milli. Vilja bréfritarar kanna hvort ekki sé hægt að finna góða lausn á þessu vandamáli til að forða því að svona árekstar verði, öllum til hagsbóta. Nefndin tekur undir þessi sjónarmið bréfritara og beinir þeim tilmælum til þeirra aðila sem eru að standa fyrir viðburðum í bæjarfélaginu að taka tillit til hvors annars. Leggur nefndin til að viðburðadagatal á heimsíðu bæjarins verði virkjað betur í þessum tilgangi til að koma á framfæri viðburðum í bæjarfélaginu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15


Sigurður Enoksson
Þórunn Erlingsdóttir
Pálmar Guðmundsson
Magnús Már Jakobsson
Sigríður Guðmundsdóttir Hammer.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135