Ólína og Edda gefa af sér í grasrótina

  • Fréttir
  • 24. nóvember 2009

Landsliðskonurnar Ólína Viðarsdóttur og Eddu Garðarsdóttur standa fyrir fótboltanámskeiði fyrir stelpur í 4. flokki og eldri frá 20. nóvember til 7. desember. Grindvíkingurinn Ólína og Edda spila sem atvinnumenn í Svíþjóð og eru þessa dagana í langþráðu fríi eftir annasamt ár með landsliðinu og ákváðu að nýta tækifærið og bjóða upp á þetta námskeið. Gríðarlegur áhugi er fyrir námskeiðinu og eru á fjórða tug stúlkna skráðar.

Ólína og Edda blanda saman fróðlegum fyrirlestrum um andlegan undirbúning og sjálfstraust við ýmsar skemmtilegar æfingar og fara einnig yfir styrktarþjálfun í Orkubúinu. Ólína er sálfræðingur að mennt og Edda einkaþjálfari og knattspyrnuþjálfari.

Í gær mætti Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari á æfingu og var Ólínu og Eddu innan handar.
Það er virkilega gaman að sjá hvað íslensku landsliðsstelpurnar gefa mikið af sér í grasrótina og mættu margir taka þetta til fyrirmyndar. Þá geta Grindvíkingar verið stoltir af því að eiga eina af fremstu knattspyrnukonum landsins.

Á myndinni fyrir neðan eru Edda, Sigurður Ragnar og Ólína.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir