Menningar- og bókasafnsnefnd nr. 61

  • Menningar- og bókasafnsnefnd
  • 11. nóvember 2009

Ár 2009, þriðjudaginn 10. nóvember var haldinn 61. fundur í menningar- og bókasafnsnefnd Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni og hófst kl. 15:30

Mætt: Rósa Baldursdóttir, Harpa Guðmundsdóttir og Kristín Gísladóttir. Einnig sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. 0902124 - Bókasafnið.
Á fundinn mætti Margrét Gísladóttir forstöðumaður bókasafnsins.

Upplestur verður á Bryggjunni föstudaginn 13. nóvember. Lesið verður upp úr norrænum bókmenntun á norrænum tungumálum. Viðurkenningar til allra barna sem tóku þátt í sumarleik bókasafnsins verða veittar á degi íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember. Í bígerð er að vera með upplestur úr nýjum bókum í desembermánuði. Til umræðu var einnig aðstöðuleysi bókasafnsins. Samþykkt að óska eftir fundi með bæjarráði vegna málsins.

2. 0910033 - Menningarráð Suðurnesja - umsóknir

Úthlutun styrkja úr menningarráði Suðurnesja fór fram í Saltfisksetrinu fimmtudaginn 5. nóvember sl. Alls var úthlutað 4 milljónum króna til hinna ýmsu verkefna í Grindavík. Að auki tekur Grindavík þátt í sex verkefnum með sveitarfélögunum á Suðurnesjum og hlutu þau verkefni samtals 3,4 milljónir króna. Menningar- og bókasafnsnefnd fagnar auknum hlut Grindvíkinga í úthlutun menningarráðs Suðurnesja og óskar öllum styrkhöfum til hamingju með fengin styrk. Nefndin er þess fullviss að þessar styrkveitingar eigi eftir að blómga Grindavískt menningarlíf til muna.

3. 0911038 - Menningarstefna Grindavíkur

Menningar- og bókasafnsnefnd samþykkir að hefja vinnu við gerð menningarstefnu bæjarins. Nefndin mun halda utan um þá vinnu og kalla til sína aðila úr menningarlífinu til að fá fram mismunandi sjónarmið á menningarlífið. Stefnt er að gerð menningarstefnunnar verði lokið og kynnt í menningarviku 2010.

4. 0911039 - Menningarverðlaun

Í tengslum við fjárhagsætlun fyrir árið 2010 leggur menningar- og bókasafnsnefnd til við bæjarráð að tekin verði upp sú venja að veita árlega viðurkenningar vegna menningarstarfs í bæjarfélaginu. Annars vegar yrði um að ræða viðurkenning til einstaklings eða hópa sem hafa unnið að menningarmálum og hins vegar til fyrirtækis sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárframlögum eða öðru.

5. 0911040 - Bæjarlistamaður Grindavíkur

Menningar- og bókasafnsnefnd leggur til við bæjarráð að tekin verði upp sú venja að útnefna bæjarlistamann Grindavíkur. Slík útnefning getur verið einu sinni eða tvisar á hverju kjörtímabili. Lagt er til að tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 og fyrsta útnefning verði á því ári.

6. 0911041 - Þrettándagleði 2010

Rætt um framkvæmd hátíðarinnar. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:30.

Rósa Signý Baldursdóttir
Harpa Guðmundsdóttir
Kristín Gísladóttir

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135