Menningar- og bókasafnsnefnd nr. 60

  • Menningar- og bókasafnsnefnd
  • 14. október 2009

Ár 2009, þriðjudaginn 13. október var haldinn 60. fundur í menningar- og bókasafnsnefnd Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofunni og hófst kl. 16:00

Mætt: Rósa Baldursdóttir, Harpa Guðmundsdóttir og Kristín Gísladóttir. Einnig sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. 0902124 - Bókasafnið

Á fundinn mætti Margrét Gísladóttir forstöðumaður bókasafnsins.

Norræna bókasafnsvikan verður 9. - 15. nóv. Þema vikunnar er stríð og friður. Bækur er snerta þetta þema munu liggja frammi til sérstakrar kynningar. Skoðað verður hvort hægt sé að vera með upplestur á norrænum tungumálum í samvinnu við veitingahús í bænum.
Dagur íslenskrar tungu verður 16. nóv. Margrét mun athuga með að bjóða upp á upplestur á safninu þennan dag.


2. 0910033 - Menningarráð Suðurnesja - umsóknir

Á fundinn mætti Inga Þórðardóttir, skólastjóri tónlistarskólans.

Kristinn fór yfir þær umsóknir sem sendar verða inn til menningarráðs.

Menningarfulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum mun senda inn fimm sameiginlegar umsóknir. SamSuð eina umsókn og ein sameiginleg kemur frá bókasöfnum á Suðurnesjum. Haft hefur verið samband við nokkra aðila og þeir hvattir til að senda inn umsóknir og m.a. til að geta boðið upp á listanámskeið fyrir börn og unglinga á næsta ári. Hátt í 10 umsóknir, frá Grindavíkurbæ, bókasafninu og tónlistarskólanum, verða sendar inn til menningarráðs vegna hinna ýmsu viðburða sem stefnt er að á næsta ári.

Menningarnefnd lýsir yfir mikilli ánægju þá grósku sem er í menningarmálum Grindvíkinga m.a. sést í auknu tónleikahalda, prjónakvöldunum vinsælu, menningartengdum gönguferðum og síðast en ekki síst með frábærri leiksýningu GRAL-hópsins á leikritinu Horn á höfði.

3. 0909023 - Sagnakvöld

Á síðasta fundi nefndarinnar kom upp sú hugmynd um að halda sagnakvöld um gömul hús í Grindavík. Búið er að kanna með fyrirlesara sem hafa tekið jákvætt í erindið og í ljósi þess tíma sem þarf til undirbúnings telur nefndin rétt að setja svona sagnakvöld á næsta vor í tengslum við menningarviku. Upp kom sú hugmynd að hafa sögutengda göngu í tengslum við þetta verkefnið og leist nefndarmönnum vel á það.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.

Rósa Signý Baldursdóttir
Harpa Guðmundsdóttir
Kristín Gísladóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135