Skipulagslýsing fyrir iðnaðarsvæði við Mölvík

  • Fréttir
  • 16. september 2009

Grindavíkurbær auglýsir skipulagslýsingu fyrir iðnaðarsvæði við Mölvík í Grindavík skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af mörkum athafnasvæðis í aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020. Til suðurs afmarkast svæðið af hafi. Umhverfis athafnasvæðið er opið óbyggt svæði. Nesvegur sker svæðið í norður og suðurhluta. Aðkoma að svæðinu er frá Nesvegi. Á svæðinu hefur verið starfrækt fiskeldisstöð en nokkuð er síðan starfsemi þar var lögð niður.

Gert er ráð fyrir tiltölulega lágreistri byggð og boðið verði upp á misstórar lóðir og byggingarreiti. 
Stærð skipulagssvæðisins er um 52 ha.

Deiliskipulagstillagan er unnin á grundvelli aðalskipulags Grindavíkur 2000-2020. Svæðið er skilgreint sem athafnasvæði og svæði fyrir fiskeldi.

Endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 er í vinnslu og var auglýst skv. 1. mgr. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 á tímabilinu frá 9. apríl til 23. maí 2011. Í endurskoðuðu aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði sem teygir sig áfram til vesturs.

Deiliskipulagstillagan er unnin á grundvelli endurskoðaðs aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 sem auglýst er skv. 1. mgr. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 á tímabilinu frá 9. apríl til 23. maí 2011.

Fh. Bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar

 

Ingvar Gunnlaugsson 
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar

Deiliskipulagsteikning (PDF)

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum