Málefnasamningur

  • Stjórnsýsla
  • 16. mars 2009

Samstarfssamningur D og G lista í bæjarstjórn Grindavíkur (lagður fram á fundi bæjarstjórnar 19. júní 2014):

Bæjarfulltrúar D og G lista ætla að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ. Áhersla verður á að allir í bæjarstjórn séu vel upplýstir um þau mál sem koma til afgreiðslu og að sjónarmið allra komi að borðinu áður en ákvörðun er tekin. 
Stefnt verður af því að endurráða Róbert Ragnarsson sem bæjarstjóra Grindavíkur.

Forseti bæjarstórnar verður af G lista fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins.
Forseti bæjarstórnar verður af D lista annað og fjórða ár kjörtímabilsins.
Formaður bæjarráðs verður af D lista fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins.
Formaður bæjarráðs verður af G lista annað og fjórða ár kjörtímabilsins. 
Fulltrúi D listans verði aðalmaður í stjórn S.S.S.
Fulltrúi G listans verður aðalmaður í stjórn H.E.S.
Fulltrúi D listans verður aðalmaður í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fulltrúi G listans verður aðalmaður í stjórn Menningarráði Suðurnesja.

Fjármál og stjórnsýsla 
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Viðhafa ábyrga stjórnun fjármuna
Viðhalda jöfnuði í rekstri bæjarsjóðs
Stofnuð verði umhverfis- og ferðamálanefnd

Skipulagsmál
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Tryggja nægt framboð lóða fyrir íbúðir og atvinnustarfssemi 
Halda áfram að byggja upp göngu- og hjólreiðarstíga í nágrenni Grindavíkur

Hafnarmál
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Þrýsta á ríkið um að koma að endurnýjun stálþils við Miðgarð
Áframhaldandi uppbygging og markaðssetning hafnarsvæðisins

Málefni eldri borgara
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Deiliskipuleggja svæðið við Víðihlíð með tilliti til fjölbreytts búsetuúrræðis
Byggja fleiri íbúðir við Víðihlíð
Tryggja áframhaldandi góða þjónustu við eldri borgara

Frístunda- og menningarmál
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Horft verði til framtíðar og byggður verður nýr íþróttasalur við núverandi íþróttasvæði
Efla starfssemi Þrumunnar
Að koma til móts við þau börn sem ekki kjósa tómstundir sem eru í boði á vegum UMFG
Efla starfssemi og möguleika Kvikunnar sem móttökustað ferðamanna og gera Kvikuna að "lifandi" húsi
Fylgja eftir áætlunum um uppbyggingu við Hópið

Fræðslu- og skólamál
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Fylgja eftir skólastefnu Grindavíkur
Skilgreina og kynna hlutverk skólaskrifstofu

Málefni fatlaðra
Bæjarfulltrúar D og G lista eru sammála um að:
Bæta til muna félags- og tómstundarstarf fatlaðra
Skapa fleiri tækifæri í atvinnumálum fatlaðra í samstarfi við fyrirtæki í bæjarfélaginu
Skoða möguleika á því að innleiða NPA

Formennska í nefndum verður eftirfarandi:
D - listi 
Skipulags- og umhverfisnefnd 
Fræðslunefnd
Hafnarstjórn

G- listi
Félagsmálanefnd
Frístunda-og menningarnefnd
Umhverfis- og ferðamálanefnd þegar hún tekur til starfa.

Fulltrúar D- og G-lista.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR