Skipulags- og byggingarnefnd nr. 502

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 30. júní 2009

502. fundur
Skipulags- og byggingarnefndar Grindavíkur
haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa,
mánudaginn 29. júní 2009 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Sigurður Ágústsson, Svanþór Eyþórsson, Sigurður A Kristmundsson (SAK), Björgvin Björgvinsson.  Einnig sat fundinn Birkir Jónsson og Valdís Bjarnadóttir frá vinnustofunni Þverá

Fundargerð ritaði:  Ingvar Þ. Gunnlaugsson , Forstöðumaður Tæknideildar

Formaður nefndarinnar óskar eftir því að taka eftirfarandi inn með afbrigðum:

0906107 - Umsókn um byggingarleyfi
0906047 - Losun á slógi.

Nefndin samþykkir að taka  erindin inn

Dagskrá:

1.0905059 - Skotfélag Grindavíkur óskar eftir aðstöðu fyrir félagsmenn til skotæfinga.

Þann 17. maí var skotfélagið Markmið stofnað í Grindavík með það í huga að koma upp aðstöðu fyrir félagsmenn til skotæfinga, þar sem löglegt svæði væri viðurkennt af lögreglu og bæjaryfirvöldum í Grindavík. Óskað er eftir svæði innan bæjarmarkanna til uppbyggingar fyrir skotæfingar.

Nefndin bendir skotfélaginu á svæði við Leirdal í landi Ísólfsskála.

2.0903039 - Umsókn um byggingarleyfi

Óskað er eftir samþykkt teikninga fyrir byggingarleyfi Dælustöðvar á Njarðvíkuræð samkvæmt teikningum frá Ormari Þór Guðmundssyni dags.01.03.08

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara á staðfestingu deiliskipulags í Svartsengi Grindavík.

3.0906098 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna stækkun Húsatóftavallar

Golfklúbbur Grindavíkur sækir um leyfi til Skipulags- og byggingarnefndar Grindavíkur til framkvæmdar á stækkun vallarins samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. júní 2009 unnin af Hannesi Þorsteinssyni

Nefndin veitir framkvæmdarleyfi innan núgildandi aðalskipulags með fyrirvara samþykkis landeigenda, en leggur til að stækkun golfvallar falli inn í endurskoðun á aðalskipulags Grindavíkur.

4.0906097 - Umsókn um stækkun lóðar

Ice-W óskar eftir stækkun lóðar við Hafnargötu 29 samkv. lóðarblaði dags. 22.06.2009 unnið af VSS.

Nefndin tekur jákvætt í erindið, en leggur til að lóðarhafi fái stærri lóð til umráða til eðlilegs viðhalds fasteignar. Vegna stækkunar húsnæðis verður eigandi fasteignar að sækja um formlegt byggingarleyfi.

5.0810019 - Breyting á deiluskipulagi iðnaðar-og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi

H.S.orka leggur fram breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæði á Reykjanesi ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. júní 2009. Í tillögunni er gert ráð fyrir 50-100 MWE stækkun virkjunarinnar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og borholum.

Frá því að bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti aðalskipulagsbreytingu á Reykjanesi þann 11.01.2006 hefur Orkustofnun sent HS-Orku bréf þar sem meðal annars eru gerðar athugasemdir við starfsemi Orkuvers 6, affalslón orkuvera og massavinnslu á virkjunarsvæði fyrirtækisins sem metin eru út frá grunnstærðum. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir fundi með stjórn HS-Orku ásamt fulltrúum Orkustofnunar, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og skipulags- og bygginganefnd Grindavíkur. Nefndin frestar því ákvörðunartöku í þessu máli þar til að þeim fundi loknum.

6.0905043 - Tillaga að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Bæjarstjórn Voga auglýsir tillögu að nýju deiliskipulagi Sveitarfélagsins fyrir árin 2008-2028 skv. 18 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

Skipulags-og byggingarnefnd Grindavíkur mótmælir harðlega sveitafélagsmörkum sem sýnd eru á tillögu að aðalskipulagi Voga 2000-2028 og eru í fullu ósamræmi við staðfest aðalskipulag Grindavíkur 2000-2020. Nefndin telur óeðlilegt að Sveitafélagið Vogar fresti landnotkun á svæði sem þegar hefur verið staðfest á aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020. Þar sem samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja er að störfum telur nefndin eðlilegt að í þeirri vinnu verði þau landamæri útkljáð sem ágreiningur er um.

7.0906095 - Aðalskipulagsbreyting og umhverfisskýrsla vegna Suðurstrandavegar

Vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun frá 18. júní 2008, varðandi færslu vegarins innan lögsögu Grindavíkur, leggur forstöðumaður tæknideildar til að auglýst verði breyting á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu.

Nefndin leggur til að aðalskipulagsuppdráttur ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga, en tekið verði mið af athugasemdum Skipulagsstofnunar.

8.0906054 - Ósk um umsögn á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024

Umhverfis-og skipulagssvið Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar vegna Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2008-2024

Nefndin gerir athugasemdir við sveitafélagsmörk milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar, frá Miðgarðamöl um Sýrfell, Stapafell að Arnarkletti. Nefndin vísar til sveitarfélagsmarka samkvæmt gögnum frá Landmælingum Íslands.

9.0906096 - Gunnuhversvegur, matsspurning

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað umsagnar Grindavíkurbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Nefndin gerir ekki athugasemdir.

10.0906107 - Umsókn um byggingarleyfi

Emil S. Björnsson kt:101051-2429 Óskar eftir byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Nefndin samþykkir erindið, en bendir eiganda á að skila inn fullnægjandi teikningum.

11.0906047 - Losun á slógi.

Gröfuþjónustan ehf. óskar eftir úthlutun á svæði til dreifingu á slógi á Reykjanesi samkv. loftmynd

Nefndin frestar málinu þar til að leyfi landeigenda og umsögn umhverfisnefndar liggur fyrir

 


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   20:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135