Frćđslu- og uppeldisnefnd nr. 55

  • Frćđslu- og uppeldisnefnd
  • 9. júní 2009

Fundur í Fræðslu- og uppeldisnefnd var haldinn hinn 18. maí 2009 á bæjarskrifstofu kl. 17:00.

Mætt: Jón Fannar, Eva, V. Áslaug og Einar frá nefndinni. Guðrún Sædís f.h. grunnskólakennara, Arna f.h. foreldra, Páll Leó fulltrúi skólastjórnar. Eftirgreindir boðaðir sérstaklega á fundinn, þ.e. Albína Unndórsdóttir frá leikskóla Laut, Hulda Jóhannsdóttir frá leikskóla Króki og Inga Þórðardóttir frá tónlistarskóla. Nökkvi Már situr fundinn og ritar fundargerð.

1. Skóladagatöl - Samræming skipulags- og starfsdaga
Skóladagatal grunnskólans liggur frammi en starfsdagar skv. dagatalinu eru 19. og 20. október 2009, 18. og 19. febrúar 2010, og 14. maí 2010. Vetrarfrí verður hinn 22. febrúar 2010. Dagatalið er samþykkt með venjulegum fyrirvara.

Skóladagatal tónlistarskólans liggur frammi en starfsdagar skv. dagatalinu eru 25. september 2009, 20. október 2009, 18. og 19. febrúar 2010 og 23. apríl 2010. Vetrarfrí verður hinn 22. febrúar 2010. Dagatalið er samþykkt.

Dagatal leikskólans Lautar liggur frammi en starfsdagar skv. dagatalinu eru 19. október 2009, 19. mars 2010 og 14. maí 2010. Dagatalið er samþykkt.

Dagatal leikskólans Króks liggur frammi en starfsdagar skv. dagatalinu eru 19. október 2009, 19. mars 2010 og 14. maí 2010. Dagatalið er samþykkt.

2. Fölgun skipulagsdaga í leikskólum
Erindi liggur frammi frá leikskólunum Laut og Króki um fjölgun skipulagsdaga úr þremur í fjóra á ári.

Bókun: Nefndin samþykkir erindi leikskólastjóra um fjölgun árlegra skipulagsdaga úr þremur í fjóra. Viðbótarskipulagsdagur yrði haldinn hinn 14. september 2009. Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.

3. Skólareglur Tónlistarskólans í Grindavík.

Inga Þórðardóttir leggur fram nýjar skólareglur Tónlistarskólans í Grindavík:

Skólareglur

1. Nemanda ber að sýna kennurum, samnemendum og starfsfólki skólans kurteisi og virðingu.
2. Nemanda ber að mæta stundvíslega, vel undirbúinn og með öll námsgögn í kennslustund.
3. Ef nemandi forfallast ber að láta viðkomandi kennara vita með SMS eða símtali með góðum fyrirvara.
4. Nemendum ber að taka þátt í tónleikum og tónfundum eins og skólinn kveður á um og að fylgja þeim siðareglum á tónleikum sem skólin hefur að leiðarljósi.
5. Nemandi/foreldrar bera ábyrgð á að nemandi mæti stundvíslega.
6. Skemmdir á eignum skólans (húsnæði, hljóðfærum) varða brottrekstri.
7. Nemanda ber að ganga vel um skólann og hengja upp útifatnað.
8. Nemendum ber að nota biðstofu á meðan beðið er eftir kennslustund og hafa ekki hávaða á göngum skólans.
9. Nemendur hafa ekki aðgang að síma tónlistarskólans.
10. Útleigð hljóðfæri eru á ábyrgð nemanda/foreldra. Verði hljóðfæri fyrir tjóni ber nemandi/foreldri kostnað af viðgerð eða endurnýjun.

Punktakerfi
Mætir ekki í kennslustund:................................................. 2 punktar
Mætir of seint:.................................................................... 1 punktur
Mætir án námsgagna:......................................................... 1 punktur
Mætir óundirbúin:................................................................1 punktur
Viðvörun gefin eftir 5 punkta.
Vikið úr skóla eftir 10 punkta.
Punktakerfi gildir út hverja önn. Við upphaf nýrrar annar er nemandi punktalaus.
Lágmarkseinkunn í hljófæragreinum og fræðigreinum er 6.0 samkvæmt námsskrá. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn til að vera öruggur með áframhaldandi nám.

Bókun: Fræðslunefnd samþykkir nýjar reglur Tónlistarskólans í Grindavík og vísar erindinu til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.

4. Áherslur næsta skólaárs í Grunnskóla Grindavíkur
Páll Leó reifar þær áherslur sem lagðar verða í starfi skólans á næsta skólaári.

5. Þróunarsjóður skóla í Grindavík.
Nökkvi Már víkur af fundi undir þessum lið
a) Grunnskóli Grindavíkur: Verkefnastjóri Ásrún Helga Kristinsdóttir, kr. 350.000,-.
b) Leikskólinn Krókur: Verkefnisstjóri Hulda Jóhannsdóttir, kr. 343.496,-.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Jón Fannar Guðmundsson
Valgerður Áslaug Kjartansdóttir
Einar Einarsson
Eva Björg Sigurðardóttir
Páll Leó Jónsson
Arna Björnsdóttir
Inga Þórðardóttir
Albína Unndórsdóttir
Hulda Jóhannsdóttir
Nökkvi Már Jónsson

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135