Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

fim. 8. okt. 2015    13 réttir í Grindavík - risaseđill og risapottur um helgina
fim. 8. okt. 2015    Stađa ţjálfara meistaraflokks kvenna í knattspyrnu laus til umsóknar
fim. 8. okt. 2015    Hópsnes ehf. fagnar 50 ára afmćli
fim. 8. okt. 2015    Grindvíkingar semja viđ framherjann Eric Wise
fim. 8. okt. 2015    Hector Harold sendur heim
fim. 8. okt. 2015    Ferđamannasprengja í Grindavík
fim. 8. okt. 2015    Stórt júdómót í Grindavík
miđ. 7. okt. 2015    Óli Stefán tekur viđ meistaraflokki karla í knattspyrnu
miđ. 7. okt. 2015    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun 2016-2019
miđ. 7. okt. 2015    Ţingmenn Suđurkjördćmis í heimsókn
miđ. 7. okt. 2015    Svavar Knútur međ tónleika á Salthúsinu á föstudaginn
miđ. 7. okt. 2015    Hreyfivikan á Króki, nokkrar myndir
miđ. 7. okt. 2015    Ertu skokkari eđa hjólreiđagarpur?
miđ. 7. okt. 2015    Herrakvöld körfunnar er á föstudaginn
ţri. 6. okt. 2015    Flott vinna hjá 9. bekk á Forvarnardegi
ţri. 6. okt. 2015    Krakkajóga hjá Hörpu Rakel
ţri. 6. okt. 2015    Vinaliđar standa sig vel
ţri. 6. okt. 2015    Stuđningsfjölskyldur óskast
ţri. 6. okt. 2015    Atvinna - Stuđningsfulltrúi og rćstingar viđ Grunnskóla Grindavíkur
ţri. 6. okt. 2015    Alex Freyr Hilmarsson á reynslu hjá Malmö
ţri. 6. okt. 2015    Daníel Leó valinn í U21 landsliđiđ
ţri. 6. okt. 2015    Norrćn barnaverndarráđstefna í Finnlandi
ţri. 6. okt. 2015    Efnahagsvélin Grindavík
ţri. 6. okt. 2015    Tungumálanámskeiđ í Piteĺ
mán. 5. okt. 2015    Starfsmannadagur Grindavíkurbćjar 2015 vakti stormandi lukku
Grindavík.is fótur