Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

fim. 30. júl. 2015    Bćjarskrifstofurnar lokađar á morgun, föstudaginn 31. júlí
fim. 30. júl. 2015    Sundlaugin opin alla helgina og líka á mánudaginn
fim. 30. júl. 2015    Bókasafniđ lokađ á morgun, föstudaginn 31. júlí
fim. 30. júl. 2015    Atvinna - umsjónarkennari á elsta stigi viđ grunnskóla Grindavíkur
fim. 30. júl. 2015    Anton Guđmundsson međ nýtt lag, Sumarnótt
fim. 30. júl. 2015    Grindvíkingar ađ missa af Pepsi-lestinni?
miđ. 29. júl. 2015    Grindvíkingar sćkja Gróttu heim í kvöld
miđ. 29. júl. 2015    Gengiđ á Fiskidalsfjall og Húsafell í kvöld
miđ. 29. júl. 2015    Jafntefli í Úlfársdal, stelpunum ađ fatast flugiđ?
ţri. 28. júl. 2015    Komdu Reykjanesinu á kortiđ međ ţínu atkvćđi
ţri. 28. júl. 2015    Skemmdir unnar á sparkvellinum viđ Iđuna og körfu viđ Hópsskóla
ţri. 28. júl. 2015    Leiktćkin viđ Grunnskólann máluđ
mán. 27. júl. 2015    Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viđtal viđ fyrirliđann í Víkurfréttum
mán. 27. júl. 2015    Álagningaskrá Grindavíkur liggur nú frammi á bćjarskrifstofum bćjarins
mán. 27. júl. 2015    Blue Lagoon Open kvennamótiđ verđur 14. ágúst
mán. 27. júl. 2015    Innlit í Grunnskóla Grindavíkur áriđ 1998
mán. 27. júl. 2015    Reykjanes jarđvangur sćkir um inngöngu í Global Geoparks Network
fös. 24. júl. 2015    Kveikt í körfuboltavellinum viđ Hópsskóla, aftur
fös. 24. júl. 2015    Austurhóp og Miđhóp verđa 30 götur nćsta áriđ
fös. 24. júl. 2015    Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir
fös. 24. júl. 2015    Glötuđ stig á Grindavíkurvelli í gćr
fim. 23. júl. 2015    Atvinna: Spennandi störf sérfrćđinga á félagsţjónustu- og frćđslusviđi laus til umsóknar
fim. 23. júl. 2015    Laus störf viđ leikskólann Laut - umsóknarfrestur til 1. ágúst
fim. 23. júl. 2015    Ábendingar um fallega garđa, snyrtilegt umhverfi og fallegasta tréđ - Umhverfisverđlaun 2015
fim. 23. júl. 2015    Björkologi á Bryggjunni í kvöld - Hljómsveitin 23//8
Grindavík.is fótur