Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

miđ. 1. júl. 2015    Heimasíđan skiptir yfir í sumartíma
miđ. 1. júl. 2015    Dagskrá leikjanámskeiđs númer 3
ţri. 30. jún. 2015    Vinnuskólafréttir - nemandi dagsins: Nökkvi Már Nökkvason
ţri. 30. jún. 2015    Drög ađ dagskrá Dominosdeildanna klár
ţri. 30. jún. 2015    Glćsilegar loftmyndir af Grindavík frá OZZO Photography
mán. 29. jún. 2015    Leikskólinn Laut fékk grćnfánann afhentan í ţriđja sinn
mán. 29. jún. 2015    Vinnuskólafréttir - nemandi dagsins: Andri Jón Sveinsson
mán. 29. jún. 2015    Gróđursett í minningarlundi viđ Sjómannagarđinn
mán. 29. jún. 2015    Upplýsingamiđstöđ Reykjanes jarđvangs í Duushúsum
mán. 29. jún. 2015    Rýr uppskera Grindvíkinga í Ólafsvík um helgina
mán. 29. jún. 2015    Sundlaugin lokuđ vegna bilunar
fös. 26. jún. 2015    Landsmót unglingadeilda í fullum gangi í Grindavík
fös. 26. jún. 2015    Sundnámskeiđ hefjast mánudaginn 29. júní
fös. 26. jún. 2015    Vinnuskólafréttir - flokkstjóri vikunnar: Elísabet Ósk Gunnţórsdóttir
fös. 26. jún. 2015    HS veitur endurnýja hitaveitućđ frá Nesvegi ađ Hópsbraut
fös. 26. jún. 2015    Jónsmessumót GG er í dag
fös. 26. jún. 2015    Tré gróđursett í minningarlundi í Sjómannagarđinum á morgun, laugardag
fim. 25. jún. 2015    Vinnuskólafréttir - nemandi dagsins: Ólafía Elínborg
fim. 25. jún. 2015    Ert ţú á leiđ á Ţorbjörn? Gestabókin ţarf ađ komast upp
fim. 25. jún. 2015    Ert ţú ađ skipuleggja viđburđ í Grindavík? Láttu okkur vita
fim. 25. jún. 2015    Stelpurnar enn taplausar
fim. 25. jún. 2015    Paxel snýr aftur
fim. 25. jún. 2015    Hector Harold verđur miđherji Grindavíkur í vetur
fim. 25. jún. 2015    Vinnuskólafréttir - nemandi dagsins: Hrund Skúladóttir
miđ. 24. jún. 2015    Northern Light Inn í hópi bestu hótela Íslands
Grindavík.is fótur