Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

fim. 21. maí 2015    Sumarlokanir á leikskólum Grindavíkur
fim. 21. maí 2015    Dregiđ í Borgunarbikarnum í dag, strákarnir á leiđ til Húsavíkur
fim. 21. maí 2015    Atvinna - Hafnarvörđur - hafnsögumađur
fim. 21. maí 2015    Travel man: 48 hours in... heimsótti Bláa Lóniđ
fim. 21. maí 2015    Stjörnuhópur útskrifađur frá leikskólanum Króki
fim. 21. maí 2015    Malbikunarframkvćmdir á Gerđavöllum á morgun, föstudaginn 22. maí
fim. 21. maí 2015    Forsala á Skonrokk á Sjóaranum síkáta hafin í Ađal-braut
miđ. 20. maí 2015    Sólarvéiđ lagfćrt, aftur
miđ. 20. maí 2015    Dagforeldrar óskast til starfa í Grindavík
miđ. 20. maí 2015    Föndrađ á ţemadögum
miđ. 20. maí 2015    Ţemadagar og ferđalag
miđ. 20. maí 2015    Hilmir og Nökkvi flottir fulltrúar Grindavíkur á Norđurlandamótinu í Solna
miđ. 20. maí 2015    Börnin í 1. bekk fá gefins hjálma
ţri. 19. maí 2015    Jarđvangsvika á Reykjanesi dagana 25.-30. maí 2015
ţri. 19. maí 2015    Bacalao mótiđ verđur 6. júní
ţri. 19. maí 2015    Skólaslit tónlistarskólans 2015
ţri. 19. maí 2015    Ađalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur
ţri. 19. maí 2015    Vorgleđin grunnskólans verđur á föstudaginn
ţri. 19. maí 2015    Krakkarnir á Króki kíktu á sauđburđinn á Hópi
ţri. 19. maí 2015    Bikarsigur í bragđdaufum nágrannaslag
mán. 18. maí 2015    Tómas Ţór Eiríksson nýr framkvćmdastjóri Codland sem flytur brátt í Sjávarklasann
mán. 18. maí 2015    Sex Grindvíkingar í ćfingahópum A-landsliđanna
mán. 18. maí 2015    Grindavíkurkonur áfram í bikarnum
mán. 18. maí 2015    Aftur lágu Grindvíkingar, fengu fćri en engin mörk
mán. 18. maí 2015    Sigurđur Ađalsteinsson milliliđalaust á Bryggjunni
Grindavík.is fótur