" />
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

mán. 22. sep. 2014    Glćsilegur sameiginlegur bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni
mán. 22. sep. 2014    Fjölbreytt dagskrá Hreyfivikunnar 29. sept. - 5. okt.
mán. 22. sep. 2014    7. bekkur tíndi fullt af rusli í fjáröflunarskyni
mán. 22. sep. 2014    Gengiđ um listaverk bćjarins
lau. 20. sep. 2014    Kennsla á fullu í tónlistarskólanum
fös. 19. sep. 2014    Jól í skókassa
fös. 19. sep. 2014    Blóđbankabíllinn verđur í Grindavík ţriđjudaginn 23. september
fös. 19. sep. 2014    Krafa um gćđastjórnunarkerfi byggingariđnađi tekur gildi 1. janúar 2015
fös. 19. sep. 2014    Hver er ţín hreyfing?
fim. 18. sep. 2014    Lausaganga hunda er bönnuđ í Grindavík
fim. 18. sep. 2014    Laugardagsgangan - Gengiđ um listaverk
fim. 18. sep. 2014    Grindavík mćtir Hafnarfirđi í Útsvarinu á morgun
miđ. 17. sep. 2014    Eyjólfur Ólafsson heimsćkir Miđgarđ fimmtudaginn 18. september kl. 14:00
miđ. 17. sep. 2014    Ţórkötlustađaréttir á laugardag - Nýtum nýja göngustíginn
miđ. 17. sep. 2014    Hefur ţú áhuga á forritun og hönnun apps?
miđ. 17. sep. 2014    Ţruman komin á fullt í nýju húsnćđi
miđ. 17. sep. 2014    Miđasala á fótboltaballiđ í Gulahúsinu í kvöld
miđ. 17. sep. 2014    Langar ţig ađ starfa í björgunarsveit?
miđ. 17. sep. 2014    Sundlaugin skiptir yfir í vetrartíma á laugardaginn
ţri. 16. sep. 2014    Útsýnispallurinn viđ Gunnuhver hefur veriđ opnađur ađ nýju
ţri. 16. sep. 2014    Roberson sendur heim
ţri. 16. sep. 2014    Daníel Leó Grétarsson á reynslu til Noregs
ţri. 16. sep. 2014    Áskorun til fyrirtćkja og stofnana - Verum međ í Hreyfivikunni
ţri. 16. sep. 2014    Viltu auglýsa viđburđ í Hreyfvikunni? Yfir 40 viđburđir nú ţegar skráđir
mán. 15. sep. 2014    Aukin virkni í Gunnuhver, öđrum útsýnispallinum lokađ
Grindavík.is fótur