Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

fös. 21. nóv. 2014    Sendiherra Noregs kom fćrandi hendi í Kvikuna
fös. 21. nóv. 2014    Ađalfundur Samfylkingarinnar í Grindavík í dag
fös. 21. nóv. 2014    Vísir og Vísiskórinn í Sjónvarpi Víkurfrétta
fös. 21. nóv. 2014    Sjö stig í 4. leikhluta og vandrćđalegt tap stađreynd
fös. 21. nóv. 2014    Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbćjar 2014
fim. 20. nóv. 2014    Opiđ mót á Húsatóftavelli um helgina
fim. 20. nóv. 2014    Ţemadagar miđstigs
fim. 20. nóv. 2014    Grindavík áberandi í Víkurfréttum
fim. 20. nóv. 2014    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fim. 20. nóv. 2014    Jólaföndur á laugardaginn
fim. 20. nóv. 2014    Grindavík aftur á sigurbraut - öruggur sigur á Hamri í gćr
miđ. 19. nóv. 2014    Jól í skókassa á Laut
miđ. 19. nóv. 2014    Iđnađar- og viđskiptaráđherra ávarpar ráđstefnuna
miđ. 19. nóv. 2014    Eyjólfur Ólafsson skemmtir í Miđgarđi á morgun
miđ. 19. nóv. 2014    Ókeypis blóđsykursmćling í bođi Lions í Nettó á föstudaginn
ţri. 18. nóv. 2014    Áttu smásögu í pokahorninu?
ţri. 18. nóv. 2014    Fjölskyldubókasafn leikskólans Lautar
ţri. 18. nóv. 2014    Fjör í kubbahópnum á ţemadögum miđstigs
ţri. 18. nóv. 2014    Yfirburđasigur Grindavíkinga á Miđnćturmóti unglingadeilda SL
ţri. 18. nóv. 2014    Áttu hćfileikaríkan ungling í 8.-10. bekk?
mán. 17. nóv. 2014    Auđlindin Grindavík - Tćkifćri í nýsköpun
mán. 17. nóv. 2014    Bćjarlistamađurinn í essinu sínu
mán. 17. nóv. 2014    Skemmtilegt Norrćnt samstarf - Norrćna deildin endurvakin
mán. 17. nóv. 2014    Mar Guesthouse leitar ađ gömlum myndum
mán. 17. nóv. 2014    Dísa á Akri í viđtali viđ sjónvarp VF
Grindavík.is fótur