Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

fim. 28. júl. 2016    Opnunartími sundlaugar um verslunarmannahelgina
fim. 28. júl. 2016    Knattspyrnuskóli UMFG - Ţrjú námskeiđ í ágúst
fim. 28. júl. 2016    Jafntefli á síđustu stundu
miđ. 27. júl. 2016    Grindavík tekur á móti Huginn kl. 20:30
miđ. 27. júl. 2016    Bćjarskrifstofurnar lokađar á föstudaginn
miđ. 27. júl. 2016    Ábendingar um fallega garđa, snyrtilegt umhverfi og fallegasta tréđ - Umhverfisverđlaun 2016
ţri. 26. júl. 2016    Grindavík vann uppgjör toppliđanna
mán. 25. júl. 2016    Toppslagur hjá stelpunum í kvöld
mán. 25. júl. 2016    Tökur á Svaninum ganga vel
mán. 25. júl. 2016    Opiđ sviđ á Bryggjunni um verslunarmannahelgina
mán. 25. júl. 2016    Jón Axel í úrvalsliđi mótsins
fös. 22. júl. 2016    Sigri fagnađ á Ásvöllum
fim. 21. júl. 2016    Grindavíkurstrákar á erfiđum útivelli í kvöld
fim. 21. júl. 2016    361 áhorfandi sá Grindavík vinna nágrannaslaginn
miđ. 20. júl. 2016    Pylsupartý fyrir nágrannaslaginn
ţri. 19. júl. 2016    GG mćtir toppliđinu
ţri. 19. júl. 2016    Opiđ sviđ á Bryggjunni nćstu tvö föstudagskvöld
mán. 18. júl. 2016    Gúmmíkurliđ ryksugađ
mán. 18. júl. 2016    Kvennanámskeiđ Golfklúbbs Grindavíkur
mán. 18. júl. 2016    Skemmtilegur vinnuskóladagur
mán. 18. júl. 2016    Líf og fjör á leikjanámskeiđum sumarsins
mán. 18. júl. 2016    Sameina krafta sína á nýrri stofu
mán. 18. júl. 2016    Grindavík komiđ í 2. sćtiđ
fös. 15. júl. 2016    Ókeypis ađgangur á leik Fram og Grindavíkur
fös. 15. júl. 2016    Olís eykur opnunartímann
Grindavík.is fótur