" />
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu
Mikill uppgangur hjá Einhamri - međ 40 manns í vinnu

„Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns við útgerð og fiskvinnslu. Við veiðum og framleiðum hágæða vöru, erum með úrvals starfsfólk, góð viðskiptasambönd og gengur fyrirtækjareksturinn vel þrátt fyrir að áfallið í íslensku efnahagslífi í haust hafi haft sín áhrif," segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi Einhamars Seafood ehf. í Grindavík sem staðsett er við Verbraut 3. Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002 sem útgerðarfélag utan um rekstur balabáts en gerir út í dag beitningarvélabátana Gísla Súrsson GK 8, Auði Vésteins GK 88 og skakbátinn Elvis GK 80. Aflaheimildir eru rúmar, þorskígildi eru um 1800 tonn og þar af er þorskkvótinn 1200 tonn.

Í október 2007 hóf Einhamar samstarf við fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og flutti til Grindavíkur. Með því komu eigendur fiskvinnslunnar, nokkrir lykilstarfsmenn sem og sölusamningar. Einhamar Seafood hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri og hefur sífellt verið að styrkja stöðu sína á markaði.

„Það hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað meira en að vera í útgerð. Ég var svo heppinn að kynnast fólki sem kunni til verka og því fór ég af stað með fiskvinnsluna. Húsnæðið var til staðar en Einhamar hafði keypt það nokkru áður, síðastliðið haust stækkuðum við svo húsnæðið og í dag er það um 1200 fermetrar. Einnig höfum við kappkostað að hafa tækjabúnað sem bestan til að mæta kröfum kaupenda um gæði, mæta samkeppni og styrkja stöðu okkar. Þegar fiskvinnslan hófst störfuðu um 16 manns í vinnslunni en þeim hefur fjölgað um helming," segir Stefán.

„Fiskvinnslan gengur vel og framleiðum við einungis ferskan fisk til útflutnings, aðallega þorsk og ýsu. Stærstu markaðsvæðin eru Bretland og Bandaríkin. Við horfum björtum augum til framtíðar og stefnum einatt að því að halda áfram að styrkja starfsemina," sagði Stefán að endingu.

Nýlegar fréttir

fim. 30. okt. 2014    Herrakvöld körfunnar verđur ţann 7. nóvember
fim. 30. okt. 2014    Siggi Ţorsteins í viđtali í Morgunblađinu
fim. 30. okt. 2014    Séra Elínborg kosin í kirkjuráđ ţjóđkirkjunnar
fim. 30. okt. 2014    Varst ţú einu sinni unglingur? Ţá ertu velkomin(n) í Ţrumuna nćsta miđvikudag
fim. 30. okt. 2014    AdHd međ tónleika
fim. 30. okt. 2014    Tap hjá stelpunum gegn Snćfelli
fim. 30. okt. 2014    Ţruman félagsmiđstöđ frá morgni til kvölds
fim. 30. okt. 2014    Vinnusamur Vinnuskóli
miđ. 29. okt. 2014    Rýmingarćfingar í Grunnskólanum
miđ. 29. okt. 2014    Páll Axel međ ţúsundasta ţristinn
miđ. 29. okt. 2014    Ađalfundur Minja- og sögufélags Grindavíkur 12. nóvember
miđ. 29. okt. 2014    Sundlaugarpartý Ţrumunnar
miđ. 29. okt. 2014    Nýtt hjarta íţróttaiđkunar í Grindavík
miđ. 29. okt. 2014    Höfnin er lífćđin
miđ. 29. okt. 2014    Söngskemmtun í Miđgarđi á morgun, fimmtudag
ţri. 28. okt. 2014    Flott námskeiđ hjá Ólínu og Eddu
ţri. 28. okt. 2014    Frjálsi lífeyrissjóđurinn milliliđalaust á morgun
ţri. 28. okt. 2014    Norrćnn dagur í Kvikunni laugardaginn 15. nóv. - Grindavíkurdeildin endurvakin
ţri. 28. okt. 2014    Skákkennsla og framhaldsskólanám í Grunnskóla Grindavíkur
ţri. 28. okt. 2014    Viđburđarríkt ár hjá bćjarlistamanninum
ţri. 28. okt. 2014    Vígsla nýs bókasafns og tónlistarskóla
ţri. 28. okt. 2014    IĐAN
ţri. 28. okt. 2014    Skipulags- og matslýsing fyrir gerđ deiliskipulagstillögu fiskeldis á Stađ iđnađarsvćđi i7
ţri. 28. okt. 2014    Haustfundur hjá 3.bekk
ţri. 28. okt. 2014    Íţróttamenn Brimfaxa - Aldís og Sylvía
Grindavík.is fótur