Fundur númer:499

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 2. apríl 2009

499. fundur
Skipulags- og byggingarnefndar Grindavíkur
haldinn á skrifstofu byggingarfulltrúa,
þriðjudaginn 31. mars 2009 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Sigurður Ágústsson, Unnar Á Magnússon, Sigurður A Kristmundsson (SAK), Björgvin Björgvinsson. Einnig sat fundinn Valdís Bjarnadóttir og Óskar Sævarsson

Fundargerð ritaði: Ingvar Þ. Gunnlaugsson , Forstöðumaður Tæknideildar

Formaður nefndarinnar óskar eftir því að taka eftirfarandi inn með afbrigðum.

0903100 - Gunnuhver - Betrumbætur á aðgengi
0903105 - Fyrirspurn vegna flutnings á 96 m2 stálgrindarhúsi
Byggingarleyfi - Þjónustuhús á tjaldsvæði Grindavíkur

Nefndin samþykkir að taka erindin inn.

Dagskrá:

1.0903094 - Ósk að breyta skráningu á hluta af Hafnargötu 4 í íbúðarhúsnæði.

Guðmundur Sigurðsson kt.180743-2439 óskar eftir því við Grindavíkurbæ að breyta skráningu á Hafnargötu 4 að hluta, í íbúðarhúsnæði.

Nefndin hafnar erindinu á sömu forsendum og gert hefur verið áður
og vitnar í kafla 4.5.2 4. mgr. skipulagsreglugerðar nr. 400/1998
sem hljóðar svo:

"Þegar gert er ráð fyrir íbúðum í deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæða skal gerð grein fyrir hvernig íbúum verður tryggður aðgangur að útivistar- og leiksvæðum, bílastæðum og hvernig ákvæðum mengunarvarnareglugerðar um hljóðvist verði fullnægt".

Sérstaklega er bent á að erfitt er að uppfylla kröfur um hljóðvist, þar sem að skemmtistaður er í sömu húsalengju.

2.0903091 - Aðalskipulagsbreyting vegna SV- línur

Gerð er breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020,dreifbýlisuppdrætti. Breytingin felst í tvöföldun á núverandi háspennulínu (Reykjaneslínu) Grindavíkurmegin við sveitarfélagsmörk að Reykjanesbæ, milli Stampahrauns og Vörðugjár. Einnig tengingu Svartsengislínu 1 við núverandi
Fitjalínu við Rauðamel. Hitaveita Suðurnesja áformar stækkun Reykjanesvirkjunar. Þar sem núverandi meginflutningskerfi raforku að og frá
Reykjanesskaganum er fulllestað er frekari styrking þess forsenda fyrir aukinni orkuframleiðslu og uppbyggingu orkufreks atvinnurekstrar á svæðinu. Breytingin felst í nýbyggingu háspennulínu samsíða núverandi línu. Einnig
verða gerðar breytingar eða tilfærslur á núverandi línum.

Nefndin samþykkir breytinguna með fyrirvara um að ef athugasemdir skipulagstofnunar varðandi umhverfisskýrslu hafi áhrif á útdrátt á aðalskipulagsbreytingunni, þá verði þær teknar til greina.
Nefndin samþykkir að fara með breytinguna samkv. 21. gr. 1 mgr. skipulags og byggingalaga msbr.

3.0903089 - Stækkun Reykjanesvirkjunar og frekari nýting jarðhitavökva. Mat á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 10 gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. óskar Skipulagstofnun eftir umsögn Grindavíkurbæjar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 22. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Nefndin frestar erindinu

4.0903093 - Ósk um framkvæmdarleyfi vegna niðurborunarholu HSK-22

Niðurfallshola HSK-20 er skammt norðan við Lækningalind Bláa Lónsins. Niður í hana renna nú um 80 l/s af 50/50 blöndu Bláalónsvökva og ferskvatns, og hefur tilraunin staðið yfir í nokkra mánuði og gengið vel. Hugsanlegt er að holan stíflist smám saman af útfellingum og því hefur HS Orka hf í hyggju að bora aðra holu rétt austan við holu HSK-20. Hér er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir borun umræddrar holu, og fengi hún trúlega númerið HSK-22. Hún yrði boruð á röskuðu svæði nokkru austan við HSK-20. Áður en kom til þess að hola HSK-20 bar boruð var grafinn skurður talsvert austur fyrir HSK-20, og endaði sá skurður í U-beygju skammt norðan við Lækningalindina. Ráðgert er að fylla í þennan skurð og bora 150-200 m djúpa holu á raskaða svæðinu, sem nýtist sem borplan. Einungis þarf að fylla í skurðinn, og þjappa og slétta raskaða svæðið og Þar með fengist nægjanlega stórt borplan. Að borun lokinni yrði síðan gengið frá niðurfallsveitu með svipuðum hætti og við holu HSK-20.

Samþykkt

5.0903100 - Gunnuhver - Betrumbætur á aðgengi

Ferðamálasamtök á Suðurnesjum fara þess vinsamlegast á leit við HS orku hf., að þegar í stað verði hafnar framkvæmdir við gerð rútufærs vegar um hverasvæðið við Gunnuhver, þannig að akfært verði um svæðið í sumar. Ferðamálasamtökin fara þess á leit við nefndina að samþykkja meðfylgjandi teikningu og fyriráætlanir.


Óskar Sævarsson kynnti þetta erindi fyrir nefndinni.

Nefndin leggur til að forstöðumaður Tæknideildar vinni málið áfram ásamt
forstöðumanni tæknisviðs Reykjanesbæjar


6.0903105 - Fyrirspurn vegna flutnings á 96 m2 stálgrindarhúsi

Stjörnufiskur ehf. kt. 621288-1219 óskar eftir umsögn nefndarinnar um
fyrirhugaðan flutning á stálgrindarhúsi sem staðsett er við Hópsheiði 2 yfir á lóð Stjörnufisks við Staðarsund 10

Nefndin tekur jákvætt í erindið, en byggingafulltrúa falið að ræða við eiganda um frekari útfærslu húsanna.


7.Byggingaleyfi - Þjónustuhús á tjaldsvæði Grindavíkur

Grindavíkurbær óskar eftir byggingaleyfi fyrir þjónustuhúsi á tjaldsvæði bæjarins samkv. teikningum dags. 31.03.2009, unnar af Rýma arkitektum.

Samþykkt

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:45


___________________________ ___________________________

 


___________________________ ___________________________

 

___________________________ ___________________________

 


___________________________ ___________________________

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135