Fundur nr. 149

  • Íţrótta- og ćskulýđsnefnd
  • 24. mars 2009

Ár 2009, þriðjudaginn 24. mars var haldinn 149. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkur og hófst kl. 18:00.

Mættir voru: Sigurður Enoksson formaður, Pálmar Guðmundsson, Haukur Einarsson, Magnús Már Jakobsson og Teresa Björnsdóttir, varamaður. Jafnframt sat fundinn Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Sigurður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Þetta gerðist:

Dagskrá:

1. 0902007 - Endurskoðun samninga við deildir UMFG

Fulltrúar íþrótta- og æskulýðsnefndar hafa eftir beiðni frá meirihluta bæjarráðs farið yfir samninga við allar deildir UMFG. Fundir voru haldnir með öllum deildum þar sem farið var yfir kosti og galla þessara samninga eftir þetta eina ár sem þeir hafa verið í gildi. Fulltrúar nefndarinnar voru Sigurður Enoksson, Haukur Einarsson og Magnús Már Jakobsson. Í viðræðum við deildirnar kom í ljós að meirihluti þeirra er ánægður með þetta fyrirkomulag en áberandi var að bæði sund- og fimleikadeild fannst á sig hallað hvað varðar fastar greiðslur til rekstur deildanna. Nokkrar deildir og þá sérstaklega stærstu deildirnar hafa merkt aukningu iðkenda en smærri deildirnar síður. Smærri deildirnar telja að frí æfingagjöld geri starfið erfiðara því fleiri „flakkarar" væru að koma inn á æfingar og meiri stöðugleika vantaði í kringum slíka iðkendur. Deildirnar hafa ekki farið í að innheimta æfingagjöld hjá þeim sem ná ekki 60% mætingu. Í framhaldi af þessum fundum leggur íþrótta- og æskulýðsnefnd fram eftirfarandi breytingar á samningum við deildir UMFG. Tvær breytingar eiga við allar deildir og síðan eru tvær tillögur sem miðast annars vegar við fimleikadeild og hins vegar við sunddeild.

Við allar deildir:
Í fyrstu grein samninganna er skilgreining á unglingastarfi og talað um börn og unglinga frá 6 til 16 ára m.v. almanaksár.
1. gr. Samningur þessi fjallar um framkvæmd barna og unglingastarfs, afnot deildarinnar af íþróttamannvirkjum Íþróttamiðstöðvar Grindavíkur og annan fjárstuðning Grindavíkurbæjar við ??deild UMFG. Með unglingastarfi er átt við börn og unglinga frá 6 ára til og með 16 ára aldri m.v almannaksár. Grundvöllur að samningi þessum er að æfingagjöld barna á grunnskólaaldri, verði gjaldfrjáls í Grindavík.

Íþrótta -og æskulýðsnefnd leggur til að skilgreiningunni verði breitt og taki mið af því þegar 6 ára börn hefja skólagöngu og ljúki þegar 16 ára börn hefja framhaldsnám. 1. gr. verður því svohljóðandi: Breytingar feitletraðar.

1. gr. Samningur þessi fjallar um framkvæmd barna og unglingastarfs, afnot deildarinnar af íþróttamannvirkjum Íþróttamiðstöðvar Grindavíkur og annan fjárstuðning Grindavíkurbæjar við ??deild UMFG. Með unglingastarfi er átt við börn og unglinga frá 6 ára til og með 16 ára aldri. Greiðslur til deilda skulu miðast við 1. sept. það ár sem 6 ára börn hefja skólagöngu og ljúka 31. ágúst það ár sem 16 ára börn hefja framhaldsskólanám. Grundvöllur að samningi þessum er að æfingagjöld barna á grunnskólaaldri, verði gjaldfrjáls í Grindavík.


Í 16. grein er kveðið á um vísitölubindingu fjárhæða í gr. 9 og 10.
Fjárhæðir samkvæmt liðum 9. og 10. skulu vera vísitölubundnar m.v. vísitölu neysluverðs og uppreiknast árlega í fyrsta sinn 1. janúar 2009.

Með tilliti til þeirra aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu í dag gerir íþrótta- og æskulýðsnefnd tillögu um breytingu á þessu lið 16. greinar.

Vísitöluhækkun sem varð 1.jan 2009 gildir til 31.mars 2009. Frá og með 1. apríl 2009 kemur til 5% hækkun á fjárhæðum í lið 9 og 10 og miðast hækkunin við upphaflegar fjárhæðir samninganna. 5% hækkun kemur svo til framkvæmda 1. janúar 2010.

Tillaga v/ samnings við fimleikadeild:

9. gr. samnings við Fimleikadeild UMFG er svohljóðandi:
Grindavíkurbær styrkir rekstur barna- og unglingastarfs fimleikadeildar UMFG með fjárframlagi að upphæð kr. 44.500,- á mánuði á meðan samningur þessi er í gildi. Hluti fastrar greiðslu ( 234 þús ) er vegna yngri barna en 6 ára sem njóti sömu iðgjaldafríðinda og eldri börn. Standi fimleikadeild ekki við ákvæði 5. og 6. gr. getur Grindavíkurbær haldið eftir greiðslum þar til þeim greinum hefur verið fullnægt að mati Grindavíkurbæjar. Styrkur þessi til unglingastarfs er lagður inn á reikning fimleikadeildar vegna unglingaráðs nr. 0143-26-774, kt. 420284-0129.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að feldur verði út sá hluti er kveður á um að hluti fastrar greiðslu sé vegna yngri barna en 6 ára sem njóti sömu iðgjaldafríðinda og eldri börn. Hér er verið að mismuna deildum og telur nefndin að sama eigi yfir allar deildir að ganga og því eigi fimleikadeildin að innheimta æfingagjöld fyrir 0 - 6 ára börn líkt og aðrar deildir gera. Á móti leggur nefndin til að fastagreiðslan verði óbreytt þannig að deildin fái 534.000 kr. í rekstrarstyrk m.v. 12 mánuði eða 44.500 kr. pr. mán.

Grein 9 í samningum við fimleikadeild verður því svohljóðandi:
Grindavíkurbær styrkir rekstur barna- og unglingastarfs fimleikadeildar UMFG með fjárframlagi að upphæð kr. 44.500,- á mánuði á meðan samningur þessi er í gildi. Standi fimleikadeild ekki við ákvæði 5. og 6. gr. getur Grindavíkurbær haldið eftir greiðslum þar til þeim greinum hefur verið fullnægt að mati Grindavíkurbæjar. Styrkur þessi til unglingastarfs er lagður inn á reikning fimleikadeildar vegna unglingaráðs nr. 0143-26-774, kt. 420284-0129.

 
Íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur einnig til við bæjaryfirvöld að þau hlutist til um að tækjabúnaður til fimleikaiðkunar verði bæði endurnýjaður og efldur. Magnús Már Jakobsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Tillaga v/ samnings við sunddeild:

Sú deild sem hefur stækkað einna mest á undanförnum árum er Sunddeild UMFG. Iðkendafjöldi hefur aukist töluvert og allt starf í kringum deildina aukist í samræmi við það. Starfið er markvisst og er farið að skila sér í mjög góðum árangri elstu iðkenda svo eftir er tekið hjá öðrum sundfélögum og deildum um land allt.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að fasti styrkur deildarinnar hækki um 1.000.000 kr. (eina milljón króna) og verði 1.900.000 kr. á ári í stað 900.000 kr. Með þessari tillögu telur nefndin að hún sé að gæta jafnræðis á milli deilda með tilliti til þess starfs sem verið er að vinna í deildunum.
Nefndin leggur áherslu á að íþróttir eru bæði ódýr og góð forvörn og telur að með þessum tillögum sé verið að efla starf deildarinnar enn meir þó það sé gott nú þegar.

Nefndin mun jafnframt beina því til sunddeildarinnar að þeir finni leiðir til að fá fjárstuðning frá fyrirtækjum og velunnurum til að efla deildina enn frekar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir þessar tillögur og vísar þeim til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

2. 0903020 - Vígsla fjölnota íþróttahúss

Farið var yfir þær nafnatillögur sem hafa borist um nafn á húsið. Eftirfarandi tilllögur bárust: Gjáin, Hópið, Húllið, Glymur, Tómasarhöll, Tómasarkofi, Hópshöll, Grindavíkurhöll, Bótin, Rásin, Súlan, Jónasarhöll, Hörkuhöll, Hlaðan og Austurhöll. Nefndin leggur til við bæjarráð að húsið hljóti annað hvort nafnið Hópið eða Gjáin.

Hópið: Húsið stendur nánast beint upp af Hópinu. Hópstúninn og Hópshverfið er síðan allt í kring og yrði því áframhaldandi tenging við hverfið.

Gjáin: Á vel við staðinn og andstæðingarnir eiga svo sannarlega eftir að falla í gjánna.

Alls sendu fjórir aðilar inn hugmyndina um Hópsnafnið og einn aðili sendi inn tillögu um Gjánna.

Dagskrá vígslunar er á lokastigi og verður útfærð eftir þeim hugmyndum sem komu fram á síðasta fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Sigurður Enoksson
Pálmar Guðmundsson
Magnús Már Jakobsson
Teresa Björnsdóttir
Haukur Einarsson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135