Fundur númer:142

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd
  • 4. september 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 3. september var haldinn 142. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkur og hófst kl. 17:00.

Mættir voru: Sigurður Enoksson formaður, Haukur Einarsson, Ólafur Sigurðsson, Pálmar Guðmundsson og Magnús Már Jakobsson.  Jafnframt sátu fundinn Nökkvi Már Jónsson félagsmálastjóri og Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Sigurður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann bauð Kristinn velkomin til starfa og upplýsti að Kristinn muni taka við af Nökkva sem starfmaður nefndarinnar.

Þetta gerðist:

1. Kristinn kynnir sig fyrir nefndinni og fer yfir starfssvið sitt.

Bókun F og B lista: Fulltrúar F og B- lista í nefndinni gera athugasemdir við það að nefndinni hafi ekki verið falið að veita umsögn við ráðningu nýs frístunda- og menningarfulltrúa.

2. Kristinn skýrir frá þeirri fyrirætlan að færa starfsemi Þrumunar í Kvennó.  Einhverjar breytingar þarf að gera á húsnæðinu m.t.t. brunavarna sem felur í sér einhvern kostnað.  Stefnt er að því að starfsemin hefjist um mánaðarmótin sept/okt. 
Nefndin leggur á það ríka áherslu að starfsemi Þrumunar verði fundið varanlegt húsnæði í tengslum við framtíðar uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

3. Nefndin er sammála um að halda fundi reglulega, fyrsta mánudag í hverjum mánuði.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs Sigurðssonar:
“Ég legg það til við íþrótta- og æskulýðsnefnd að hún fari fram á við bæjarstjórn Grindavíkur að veittar verði kr. 500.000 (fimmhundruð þúsund) aukalega til meistarflokks kvenna í fótbolta sem er sameiginlegt lið Ungmennafélags Grindavíkur, Víðis úr Garði og Reynis úr Sandgerði.  Tilefni styrkjarins er hinn frábæri árangur liðsins þar sem þær voru að vinna sig upp í efstu deild.  Ég óska eftir að tillagan verði tekin til umfjöllunar og borin upp til atkvæðagreiðslu”.

Tillaga felld með 4 atkvæðum.

Bókun S, B og D-lista: Tillaga Ólafs er góð og gild en ekki er tímabært að leggja hana fram þar sem keppnistímabili knattspyrnunnar er ekki lokið og ekki liggur fyrir hvort liðið verði sigurvegari í deildinni.

Fulltrúar S, B og D-lista.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18:30

Sigurður Enoksson
Haukur Einarsson
Pálmar Guðmundsson
Magnús Már Jakobsson
Ólafur Sigurðsson

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bæjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bæjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bæjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bæjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bæjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bæjarstjórn / 5. mars 2024

Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bæjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bæjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bæjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bæjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bæjarstjórnar nr. 550

Bæjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 549

Bæjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 548

Bæjarráð / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bæjarráð / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bæjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiðslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Fræðslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Fræðslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135