Fundur númer:488

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 26. júní 2008

Skipulags- og byggingarnefnd

Árið 2008, fimmtudaginn 26. júní kl. 17:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur 488. fund sinn. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar við Víkurbraut 62.
 
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurður  Ágústsson, Ólafur Guðbjartsson, Pétur Breiðfjörð og Svanþór Eyþórsson  Auk þess sat fundinn Ingvar Þ. Gunnlaugsson forstöðumaður  Tæknideildar 

 
Dagskrá:


Ýmis mál

1.Vatnskarðsnáma, efnisnám -  ósk um bráðabirgðarlayfi
Fyrirtækið Alexander Ólafsson ehf kt. 531093-2409, Grandatröð 2, 220 Hafnarfirði, sem stundar námurekstur við Krýsuvíkurveg, undirbýr nú umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuna.  Vinna við umhverfismat er í gangi ásamt vinnu við gerð matsáætlunar.  Í ljósi ofangreinds óskar Alexander Ólafsson ehf. eftir bráðabirgðarleyfi til námuvinnslu.

Nefndin samþykir erindið

2.Ósk um afnotaheimild af ónotuðu baksvæði lóða við Tangasund 1a-1d
Eigendur Tangasunds 1a-1d óska eftir afnotaheimild af baklóð Tangasunds 1a-1d að Nesvegi sem liggur þar á bakvið.

Nefndin leggur til að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir sundahverfið og að málinu verði frestað þar til að nýtt deiliskipulag liggur fyrir.

3.Frumvarp til laga – um breytingu á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum – ósk um umsögn
Efnahags- og skattanefnd alþingis óskar eftir umsögn hjálagðs frumvarps til laga um skráningu og mat fasteigna.

Nefndin frestar erindinu

 

4.Varðar umgengni á lóð bæjarins sunnan við Bakkalág 21b – fyrirspurn
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vekur athygli bæjarins á slæmri umgengni á lóð bæjarins við Bakkalág 21b samkv. meðfylgjandi skjali.

Nefndin samþykkir að umrætt svæði verði hreinsað og að haft verði uppi á eigendum húsa og lausamuna.

Byggingarleyfi

5.Hópsskóli – byggingarleyfi
Grindavíkurbær kt. 580169-1559 óskar eftir byggingarleyfi til byggingar 1. áfanga nýs grunnskóla við Suðurhóp 2 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu ehf. dags.des. 2007
 
Samþykkt

6.Efrahóp 8, byggingarleyfi
J.H smíði ehf. Baðsvöllum 2, kt. 670607-0970,  240 Grindavík óskar eftir byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss við Efrahóp 8 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofunni Staðalhús  dags. apríl 2008

Samþykkt

Skipulagsmál

7.Stækkun Reykjanesvirkjunar og frekari nýting jarðhita – ósk um umsögn
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2 mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 15.gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Nefndin frestar erindinu til þess að geta gefið sér betri tíma til kynna sér gögnin.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bæjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bæjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bæjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bæjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bæjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bæjarstjórn / 5. mars 2024

Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bæjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bæjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bæjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bæjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bæjarstjórnar nr. 550

Bæjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 549

Bæjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 548

Bæjarráð / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bæjarráð / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bæjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiðslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Fræðslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Fræðslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135