Fundur númer:486

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 3. júní 2008

Skipulags- og byggingarnefnd

Árið 2008, fimmtudaginn 29. maí kl. 17:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur 486. fund sinn. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar við Víkurbraut 62.
 

Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurður  Ágústsson, Ólafur Guðbjartsson, Pétur Breiðfjörð, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Gísli Jóhann Sigurðsson. 
Auk þess sat fundinn Ingvar Þ. Gunnlaugsson forstöðumaður Tæknideildar og Sigmar B. Árnason byggingafulltrúi

Dagskrá:

Ýmis mál

1.Afgreiðsla grenndarkynningar vegna lokunar Vesturbrautar. Forstöðumaður Tæknideildar.
Forstöðumanni Tæknideildar var falið að kynna fyrir íbúum Vesturbrautar og Verbrautar samkv., uppdrætti frá VSS dags. 25.02.2008 lokun Vesturbrautar.  Undirskriftarlistar hafa borist í kjölfarið og leggur forstöðumaður Tæknideildar þá fram til afgreiðslu nefndarinnar.  Málinu var frestað á síðasta fundi, enn nú leggur forstöðumaður Tæknideildar málið fyrir aftur.

Ólafur Guðbjartsson gerir eftirfarandi að tillögu sinni:
Umferðarhraði verði ekki meiri enn 30 km á klst. á Verbraut vestan við Hópsnes ehf. og Vesturbraut og að heildarþyngd bifreiða verði ekki meiri en 10 tonn.
Viðeigandi merkingar og hraðahindranir verði settar upp eftir tillögum Gunnars Inga á Vinnustofunni Þverá.

Nefndin samþykkir tillöguna og fellur frá lokun Vesturbrautar. 

2.Beiðni um uppsetningu á póstkössum undir dagblað Fréttablaðsins. Forstöðumaður Tæknideildar.
Forstöðumanni Tæknideildar var falið að kynna fyrir nefndinni hugmyndir Pósthússins.  Pósthúsið er að leita leiða til að auka gæði á dreifingu Fréttablaðsins, erfitt hefur reynst að manna útburðinn í bæjarfélögunum á suðurnesjum og hefur sú aðferð verið notuð í Garðinum og upp á háskólasvæðinu Keili að setja blöð í sérmerkta póstkassa sem festir eru á staura í íbúðahverfum og hefur það mælst vel fyrir.

Nefndin frestar erindinu og óskar eftir nánari útfærslu frá Pósthúsinu ehf.

3.Ævintýragarður. Forstöðumaður Tæknideildar.
Forstöðumaður Tæknideildar leggur fyrir nefndina eldra erindi er varðar úthlutun á afnotarétti á landi vegna uppbyggingar á brautum til aksturs á vélknúnum ökutækjum.  Óskar Sævarsson ferða og markaðsfulltrúi Grindavíkur og Sigurður Óli Hilmarsson kt. 280663-2559, Hólavöllum 7, 240, Grindavík lögðu fram erindið á fundi nefndarinnar þann 29. Okt. 2007 fundur nr. 476.  Unnin hefur verið loftmynd af svæðinu til þess að betur verði hægt að greina staðhætti og landamerki.

Nefndin frestar erindinu, en leggur til að formaður nefndarinnar ásamt forstöðumanni Tæknideildar fundi fyrir 7. júní með Sigurði Óla Hilmarssyni og Óskari Sævarssyni varðandi staðsetningu Ævintýragarðs

Byggingarleyfi

4.Vesturhóp 11, byggingarleyfi
Fasteignafélagið Bolafótur Fitjabraut 30, kt. 651103-3390, 230 Reykjanesbæ óskar eftir byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss  að Vesturhóp 11 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Ársæli Vignissyni Arkitekt dags. 02.maí.2008

Samþykkt.

5.Sunnubraut 2, byggingarleyfi
Sigurður Ingvarsson Sunnubraut 2, kt. 311269-5269,  240 Grindavík óskar eftir byggingarleyfi til byggingar bílskúrs við Sunnubraut 2 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofunni Mannvit dags. 16.maí 2008

Samþykkt.

6.Norðurhóp 2-6, byggingarleyfi
Fjalir ehf. Skipholti 15, kt. 650205-0220, 105 Reykjavík óskar eftir byggingarleyfi til byggingar raðhúss við Norðurhóp 2-6 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofunni Höfn dags. 19. apríl 2008.

Samþykkt.

7.Efrahóp 29, byggingarleyfi
Kristján Oddgeirsson Marargötu 3, kt. 201040-4349, 240 Grindavík óskar eftir byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss við Efrahóp 29 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kristni Sveinbjörnssyni Arkitekt dags. 14. maí 2008.

Samþykkt.

8.Sjónarhóll, byggingarleyfi
Helgi Einar Harðarson Sunnubraut 1, kt. 120373-5019, 240 Grindavík óskar eftir byggingarleyfi til breytingar á húsnæði, þeas. úr íbúðarhúsnæði í gistiheimili samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigurði H. Ólafssyni Byggingarfræðing dags. 14. maí 2008.

Frestað, vegna þess að alla meistara vantar.

9.Efrahóp 8, byggingarleyfi
J.H smíði ehf. Baðsvöllum 2, kt. 670607-0970,  240 Grindavík óskar eftir byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss við Efrahóp 8 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofunni Staðalhús  dags. apríl 2008

Frestað, vegna þess að umsókn um byggingarleyfi og málarameistari liggur ekki fyrir.

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bæjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bæjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bæjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bæjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bæjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bæjarstjórn / 5. mars 2024

Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bæjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bæjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bæjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bæjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bæjarstjórnar nr. 550

Bæjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 549

Bæjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 548

Bæjarráð / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bæjarráð / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bæjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiðslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Fræðslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Fræðslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Fræðslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134