Fundur númer:481

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 10. mars 2008

Skipulags- og byggingarnefnd

Árið 2008, mánudaginn 25. febrúar kl. 17:00, hélt Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur 481. fund sinn. Fundurinn var haldinn á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar við Víkurbraut 62.
 
Þessir nefndarmenn sátu fundinn:
Sigurður Ágústsson, Ólafur Guðbjartsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Svanþór Eyþórsson  og Pétur Breiðfjörð.  Auk þess sat fundinn Ingvar Gunnlaugsson forstöðumaður  Tæknideildar

Dagskrá:

Ýmis mál


1.Laut 10, umsókn um lóð
Grindin ehf., kt. 610192-2389, Hafnargötu 9, 240 Grindavík sækir um lóð við Laut 10 til byggingar fjölbýlishúss.   

Nefndin samþykkir erindið.
 
2.Baklóð Víkurbraut 62, fyrirspurn til nefndarinnar
Suðurtún ehf. Kt.651199-2209, Súlunesi 12, 210 Garðabæ   óskar eftir svörum við því hvort hægt sé að sækja um byggingarétt á lóð bakatil við Víkurbraut 62 til byggingar á skrifstofu og verslunarhúsnæði á 2. hæðum, 1000-1200 m2 að grunnfleti.

Forstöðumanni Tæknideildar er falið að athuga með deiliskipulag á svæðinu.
 
3.Rafdreifistöð, Suðurhóp, fyrirspurn til nefndarinnar
Pétur Breiðfjörð nefndarmaður óskar eftir því að ýtt verði á eftir framkvæmdum við færslu rafdreifistöðvar í botni Suðurhóps. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi nr. 464 þann 8 desember 2006 breytingu á skipulagi sem fól í sér færslu dreifistöðvarinnar. Upphaf þessa máls var á fundi nr. 453 þann 27 febrúar 2006 mál nr. 20 þar sem kvartað var undan dreifistöðinni.

Málið er í vinnslu af hálfu Hitaveitu Suðurnesja.


4.Óafgreidd málefni frá bæjarráði, fyrirspurn til nefndarinnar
Pétur Breiðfjörð nefndarmaður vekur athygli á því að eftirfarandi mál hafa ekki komið inn á borð skipulags- og byggingarnefndar og  óskar eftir því að erindin verði tekin á dagskrá samkvæmt fyrirmælum bæjarráðs.

Bæjarráð 1164  30 janúar 2008
Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 22/1 2008
Fundagerðin lögð fram. Varðandi lið nr. 2 vísar bæjarráð staðsetningu hjólabrettavallar til skipulags- og byggingarnefndar. Varðandi staðsetningu útikörfuboltavallar vísar bæjarráð staðsetningu til uppeldis og fræðslunefndar.
Varðandi lið nr. 3 vísar bæjarráð til skipulags- og byggingarnefnd.

Forstöðumanni Tæknideildar er falið að leita eftir svörum.

Bæjarráð 1159  31 október 2007
Undirskriftarlisti íbúa við Suðurhóp 3-13 vegna girðingar meðfram Hópsbraut.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Forstöðumanni Tæknideildar er falið að leita eftir svörum erindið er tekið fyrir í lið 7.

Bæjarráð 1157   3 október 2007
Bréf Vegagerðarinnar vegna óska um undirgöng.
Bréfið lagt fram. Vísað til skipulags- byggingarnefndar að staðsetja undirgöng við Grindavíkurveg og Nesveg. 

Forstöðumanni Tæknideildar er með málið í vinnslu ásamt vegagerðinni.

5.Ævintýragarður, fyrirspurn til nefndarinnar
Forstöðumaður Tæknideildar  leggur fram fyrirspurn til nefndarinnar  um ævintýragarð og vill boða nefndarmenn til skoðunarferðar um möguleg svæði til að hægt verði að afgreiða málið sem var tekið inn á fund nr. 476 þann 29. Október 2007.
7. Ævintýragarður, fyrirspurn til nefndarinnar                                                                           
Óskar Sævarsson ferða og markaðsfulltrúi Grindavíkur og Sigurður Óli Hilmarsson kt. 280663-2559, Hólavöllum 7, 240, Grindavík leggja inn fyrirspurn varðandi úthlutun (afnotarétt) á landi vegna uppbygginga á brautum til aksturs  á vélknúnum ökutækjum og annarri afþreyingu fyrir ferðamenn.  Markmiðið er að bjóða öllum þeim sem eru með vélknúinn ökutæki aðstöðu á því svæði sem hér um ræður. 
Nefndin tekur jákvætt í erindið,  enn vill skoða frekari staðsetningu á svæðum.
Forstöðumanni Tæknideildar er falið að kynna hugmyndir sem upp komu fyrir fyrirspyrjendur
Forstöðumanni er falið að skipuleggja ferð á svæðið.

6. Áminning gagnvart brotum byggingastjóra
Ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi gagna:
• Greinargerð frá VSS dags. október 2007
• Bókun frá fundi skipulags og byggingarnefndar dags. 26.10.2007
• Bréf til byggingastjóra dags 30.11.2007
• Kvittun fyrir móttöku ábyrgðarbréfs. 07.12.2007
 
 Byggingarfulltrúi leggur áminningarbréf fram og er eftirfarandi fært til bókar:

 „Með vísan til 59. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er Jóhannesi  Haraldssyni, kt.140642-4879,Baðsvöllum 23, 240 Grindavík, veitt áminning  sem byggingastjóra vegna byggingaframkvæmda við Austurhóp 7, í  Grindavík.  Byggingafulltrúa falið að  senda byggingastjóra áminningarbréfið. 
 Vakin er athygli á því að samkvæmt tilvitnuðu lagaákvæði getur nefndin  óskað eftir því við ráðherra að byggingarstjóri verði sviptur viðurkenningu  gerist hann sekur um ítrekuð brot.“


7.Skjólveggur við Hópsbraut, fyrirspurn til nefndarinnar
Forstöðumaður Tæknideildar  leggur fram fyrirspurn til nefndarinnar .  Vegna hæðarmismunar milli Hópsbrautar og Suðurhóps/Vesturhóps/Austurhóps hefur verið unnið að lausn ásamt íbúum á svæðinu að gerð skjólveggs sem veita á viðunandi skjól fyrir íbúa.  Lagðar eru fram teikningar dags. 05.02.2008 unnar af Forma ehf.

Nefndinni líst vel á hugmyndirnar og felur forstöðumanni Tæknideildar að vinna málið áfram.

8.Leiksvæði við Hólavelli, fyrirspurn til nefndarinnar
Forstöðumaður Tæknideildar  leggur fram teikningar af fyrirhuguðu leiksvæði við Hólavelli dags. 04.01.2008 unnar  af Forma ehf.

Nefndinni líst vel á hugmyndina af leiksvæðinu og felur forstöðumanni Tæknideildar að vinna málið áfram.

Byggingarleyfi

9.Niðurrif,  Frágangur á lóð verksmiðjuhúss.
Síldarvinnslan hefur sett fram áætlun varðandi niðurrif á svæði verksmiðju sinnar í Grindavík.  Stefnt er að því að fjarlægja tæki og annan búnað úr rústum verksmiðjuhússins.   Tímaáætlun miðast að því að það klárist fyrir lok maí 2008, skorsteinn verður fjarlægður fyrir lok september 2008.  Ef allt gengur að óskum mun niðurrif mun ljúka fyrir lok september 2008.
Samkvæmt Byggingareglugerð nr. 441/1998 segir eftirfarandi í 11.kafla:
  
 11.1    Óheimilt er að grafa grunn, reisa hús, rífa hús, breyta því að innan eða  utan, burðarkerfi þess, formi, svipmóti eða notkun þess eða gera   önnur þau mannvirki sem falla undir ákvæði reglugerðar þessarar    nema að fengnu leyfi viðkomandi sveitarstjórnar.
 11.2    Framkvæmdir samkvæmt mgr. 11.1 skulu vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag samkvæmt skipulags- og    byggingarlögum, sbr. þó mgr. 12.5.
 11.3    Byggingarleyfið felur í sér samþykki áætlunar um tiltekna framkvæmd og heimild til að hefja framkvæmdir að uppfylltum settum skilyrðum.

Nefndin  fagnar niðurrifi þessara húsa, en vill jafnframt ítreka að þrýst verði á eigendur Samherja að fjarlægja brunarústir sem eftir eru á lóðunum Ægisgötu 2-4


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bæjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bæjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bæjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bæjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bæjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bæjarstjórn / 5. mars 2024

Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bæjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bæjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bæjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bæjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bæjarstjórnar nr. 550

Bæjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 549

Bæjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bæjarstjórnar nr. 548

Bæjarráð / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bæjarráð / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bæjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiðslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Fræðslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Fræðslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135