Jón Axel í NBA-nýliđavalinu á morgun

  • Fréttir
  • 17. nóvember 2020
Jón Axel í NBA-nýliđavalinu á morgun

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmunsson verður í NBA-nýliðavalinu sem fram fer á morgun. Frá þessu greinir KKÍ á vef sínum.  Jón Axel hefur leikið með Davidson háskólanum undanfarin tímabil. Hann gekk til liðs við Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en liðið hans leikur í efstu deild í Þýskalandi. 

Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Engu að síður er mikil dagskrá framundan og bíða margir spenntir eftir valinu að venju.

Ljóst er að nýliðavalið er um margt sérstakt í ár þar sem valin sjálfu var fyrst frestað, bæði út af heimsfaraldrinum sem og að lokatímabilið í háskólaboltanum, og þar með lokaárinu hjá Jóni Axel, var flautað af sl. vetur út af faraldrinum. Lið þurfa að vanda valið eftir því hvernig leikmönnum þau leita að.

Gríðarlegur fjöldi leikmanna er á hverju ári í valinu en eingöngu eru 60 leikmenn valdir í tveimur umferðum. Þegar þetta er ritað er vitað af talsverðum áhuga nokkura liða sem eiga valrétt í seinni umferðinni og þau lið sem mögulega gætu kosið að velja Jón Axel þá eru: (Valréttur + Lið)

32. Charlotte Hornets
35. Sacramento Kings
48. Golden State Warriors

Það er því mikið afrek að vera valinn og fá samning hjá NBA liði. Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur í deildinni. Hann var valinn, sem þá var þriðja umferð, af Portland Trail Blazers árið 1981 og lék í deildinni til 1989 með Portland, San Antonio og Lakers. Jón Arnór Stefánsson var síðan á samning hjá Dallas Mavericks 2003-2004 en lék ekki í deildinni á meðan hann var í þeirra herbúðum. Tryggvi Snær Hlinason fór í nýliðavalið að auki árið 2018 en var ekki valinn.

Það verður því spennandi að sjá hvað mun gerast en leikmenn geta svo fengið samninga við NBA-lið þó þeir verði ekki valdir í sjálfu nýliðavalinu.  Jón hefur vakið umtal með frammistöðu sinni með Davidsson og hefur haldið áfram að leika vel sem atvinnumaður en í fyrstu fimm leikjunum hefur hann skilað 18 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Næsta verkefni Jóns Axels verður svo landsliðsglugginn sem fram fer í FIBA „bubblu“ í Slóvakíu með karlalandsliðinu sem stendur yfir dagana 23.-29. nóvember. Þá verða tveir landsleikir á dagskránni gegn Lúxemborg og Kosovó í undankeppni HM 2023.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach