Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

  • Fréttir
  • 27. október 2020
Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag


Í dag 27. október 2020 fer fram 511. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur og verður hann haldinn í bæjarstjórnarsal kl. 16:00. Fundinum verður jafnframt streymt í beinni á YouTube-rás Grindavíkurbæjar.  

1. 1901081 - Deiliskipulag - Hlíðarhverfi
Auglýsingartíma fyrir deiliskipulagstillögu Hlíðarhverfis er lokið. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Þá barst athugasemd frá einum íbúa. Þær viðbætur/breytingar sem voru gerðar við greinagerð og deiliskipulagsuppdráttinn eftir að auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar lauk eru eftirfarandi: - Skilmálar settir inn í greinargerð um frágang lóðar. - Skilmálar settir inn í greinargerð um að hluti stígakerfis verði allt að 3 m breiður ásamt því að uppdráttur var uppfærður. - Viðbætur vegna umsagna opinberra aðila. Sviðsstjóra er falið að svara umsagnaraðilum og þeim er gerðu athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir Hlíðarhverfi með þeim breytingum sem hafa orðið á henni eftir auglýsingu, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

2. 2007055 - Víkurbraut 60 - fyrirspurn um stækkun
Lóðarhafi að Víkurbraut 60 sóttist eftir stækkun á lóð sinni til skipulagsnefndar. Stækkun lóðar er 994 m2 (lóðin var 3.268 m2 og verður 4.262 m2). Skipulagsnefnd samþykkti stækkun lóðarinnar á 78. fundi sínum þann 19. október sl. og vísaði til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3. 2010031 - Víkurhóp 57 - umsókn um byggingarleyfi
Bjarg íbúðarfélag sækir um byggingarleyfi fyrir 12 íbúða fjölbýlishúsi við Víkurhóp 57. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

4. 2010042 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - efnistaka í Húsafelli og Fiskidalsfjalli
G.G. Sigurðsson óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Húsafelli og Fiskidalsfjalli. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

5. 2010004 - Gatnalýsing LED væðing - 1. hluti Samantekt
Lögð er fram skýrsla um LED væðingu og stýriskápa gatnalýsingar. Óskað er eftir 4.500.000 kr. viðauka á verkefni 32-11504 og fjármagnað með lækkun á verkefni 32-115045. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6. 2010006 - Gatnalýsing Rekstrarstaða okt. 2020
Lögð fram greinagerð vegna rekstrarstöðu gatnalýsingar þann 1. október 2020. Óskað er heimildar til verðkönnunar vegna þjónustusamnings gatnalýsingar. Lögð fram beiðni um viðauka við deild 10511 að fjárhæð 2.500.000 kr. sem fjármagnaður er með lækkun á verkefni 32-115045. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

7. 2010005 - Snjómokstur Rekstrarstaða okt. 2020
Lögð fram greinagerð um rekstrarniðurstöðu snjómoksturs ársins 2020 fram til 27. september 2020. Óskað er viðauka að upphæð 7.800.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

8. 2010007 - Tæknideild - endurnýjun á starfsmannabifreið
Samkvæmt fjárfestingaráætlun Grindavíkurbæjar hefur skipulags- og umhverfissvið heimild til að endurnýja starfsmannabifreið. Fjárheimild er 4.000.000 kr. Fundin hefur verið bifreið sem kostar 4.350.000 kr. Óskað er viðauka fyrir mismuninum eða 350.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með þeim 300.000 kr. sem bifreið fyrir vinnuskólann var undir fjárfestingaráætlun og 50.000 kr. með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

9. 2010045 - Samningur um þjónustu um vatn og fráveitu
Lagður er fram til samþykktar samningur við NRTF (Naval Radio Transmitter Facility Grindavík) um þjónustu vegna vatns og fráveitu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

10. 2004020 - Sumarstörf 2020
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 80.376.000 kr. sem skiptist þannig að á deild 13031 átaksverkefni fara 43.735.000 kr. og á eignfært fara 36.641.000 kr. Fjármögnun verði með lækkun á áætlun vinnuskólans. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

11. 1902004 - Leiguverð á íbúðum í Víðihlíð
Vinnuhópur um leigu í Víðihlíð leggur til að miða leiguverð við fermetra á leigðu rými í stað þess að miða við stofnverð. Jafnframt leggur vinnuhópurinn til að endurgreiða íbúðaréttinn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögurnar.

12. 2008103 - Samþykkt fyrir lýðheilsuteymi Grindavíkurbæjar
Lögð fram drög að samþykktum fyrir lýðheilsuteymi Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð vísar samþykktunum til bæjarstjórnar.

13. 2007003 - Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir
Fjárhagsáætlun 2021-2024 lögð fram til fyrri umræðu.

Fundargerðir til kynningar

14. 2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð 887. fundar dags. 25. september 2020 lögð fram.

15. 2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð 888. fundar dags. 29. september 2020 lögð fram.

16. 2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
Fundargerð 889. fundar dags. 16. október 2020 lögð fram.

17. 2010003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1559

18. 2010008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1560

19. 2010015F - Bæjarráð Grindavíkur - 1561

20. 2010014F - Skipulagsnefnd - 78

21. 2009023F - Fræðslunefnd - 102

22. 2010001F - Frístunda- og menningarnefnd - 98

23. 2010013F - Afgreiðslunefnd byggingarmála - 48

 

22.10.2020
Fannar Jónasson bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach