Borđum hollan og góđan mat daglega 

 • Fréttir
 • 27. október 2020
Borđum hollan og góđan mat daglega 

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er mikilvægt að hafa í huga til að hlúa vel að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Heilræði dagsins í dag snýr að hollu mataræði.

Mikilvægt er að borða hollan og fjölbreyttan mat. Veljum matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, t.d. ávexti, grænmeti, heilkornavörur og fisk og munum eftir að taka D-vítamín. Best er að hafa reglu á máltíðum og njóta þess að borða.

Á tímum sem þessum þegar áhyggjur steðja að er fólki hættara við að sækja í óhollustu, en holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan, ekki síst núna. Hafa ber í huga að þessir óvissutímar ná yfir talsvert langan tíma og því mikilvægt að leyfa óhollustunni ekki að ná yfirhöndinni. Það er hins vegar ekkert að því að gera sér dagamun af og til, sérstaklega ef hollustan er yfirleitt í fyrirrúmi.

Veljum sem oftast matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi. Hér er átt við mat úr jurtaríkinu eins og ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur en einnig feitan og magran fisk, jurtaolíur, hreinar fituminni mjólkurvörur, kjöt í hófi og vatn til drykkjar. Það getur verið gaman að nýta tímann sem gefst nú heima við og baka heilkorna brauð og bollur og t.d. útbúa gómsæta grænmetis- og baunarétti.

Enginn matur eða fæðubótarefni getur komið í veg fyrir að fólk sýkist af Covid-19. Með því að borða hollan og fjölbreyttan mat er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf til að stuðla að góðri heilsu. Undantekning frá þessu er D-vítamín, en það er í fáum fæðutegundum og því nauðsynlegt að taka það sérstaklega inn sem fæðubótarefni, t.d. lýsi eða D-vítamíntöflur. Svo er gott að hafa í huga að mikilvægt er að halda rútínu í daglegu lífi og þar á meðal að hafa reglu á máltíðum, gefa sér góðan tíma til að borða og njóta matarins. Á vef embættis landlæknis má fá nánari upplýsingar um Ráðleggingar um mataræði, einnig sérstakar Ráðleggingar fyrir eldra fólk við góða heilsu Opnast í nýjum glugga og hrumt eða veikt eldra fólk Opnast í nýjum glugga.

Ráðleggingar um mataræði í hnotskurn

 1. Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni.
 2. Ávextir- og mikið af grænmeti. Borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti, spergilkál, hvítkál og blómkál.
 3. Heilkorn minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðrar matvörur úr heilkorni.
 4. Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur.
 5. Kjöt í hófi. Velja lítið unnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við að hámarki 500 g á viku. Takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum.
 6. Fituminni og hreinar mjólkurvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er 2 skammtar á dag.
 7. Mýkri og hollari fita. Feitur fiskur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar uppsprettur hollrar fitu.
 8. Minna salt. Velja lítið unnin matvæli, enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík. Takmarka notkun á salti við matargerð.
 9. Minni viðbættur sykur. Drekka vatn við þorsta. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís.
 10. Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, t.d lýsi eða D-vítamíntöflur (10–20 míkrógrömm á dag eða 400–800 alþjóðaeiningar, eftir aldri).

Nánari upplýsingar um næringu og hollt mataræði má finna á Heilsuveru. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach