Mikilvćgt ađ muna eftir D-vítamíni í skammdeginu

  • Fréttir
  • 26. október 2020
Mikilvćgt ađ muna eftir D-vítamíni í skammdeginu

Á Íslandi njótum við lítillar sólar á veturna og þá er mikilvægt að muna að bæta vítamíninu við fæðuinntöku. D-vítamín er eitt af mikilvægum lífefnum líkamans, hormón sem myndast í húðinni með hjálp frá geislum sólarinnar. Líkaminn geymir vítamínið í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum.

Valdís Guðmundsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur við Grunnskóla Grindavíkur segir mjög mikilvægt að muna eftir D vítamíninu í skammdeginu, ”það birtast reglulega fréttir og viðtöl sem sýna fram á að skortur á vítamíninu getur skapað heildufarslegan vanda. Lausnin er ósköp einföld, að taka bætiefni sem innihalda D-vítamín. Margir virðast ekki huga nægilega vel að D-vítamín búskap líkamans en mjög brýnt er að innbyrða nóg af þessu bráðnauðsynlega vítamíni” 

Í morgun var sendur póstur á foreldra barna við Grunnskólann um mikilvægi D-vítamín inntöku en skilaboðin eiga ekki síður við um alla, unga sem aldna. 

Valdís segir að líkami okkar fái fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, annars vegar breytir sólarljósið vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni.
"Í fæðu fáum við D-vítamín einkum úr fiski, lýsi og eggjarauðum en þar að auki eru ýmsar matvörur bættar með D-vítamíni, meðal annars mjólkurafurðir."

Við bendum því öllum á að skoða meðfylgjandi upplýsingar um D vítamín og huga að inntöku þess nú þegar skammdegið færist hratt yfir. 
 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach