Mikill gangur í uppbyggingu og fegrun bćjarins

  • Fréttir
  • 26. október 2020
Mikill gangur í uppbyggingu og fegrun bćjarins

Undanfarin misseri hefur verið mikið um framkvæmdir hjá Grindavíkurbæ. Hvort sem er í uppbyggingu nýrra stofnana eins og íþróttamannvirkja, skólabygginga, gatnagerð, lagnakerfi eða fegrun umhverfis. 

Hópsskóli – 2.áfangi
Framkvæmdir við 2.áfanga Hópskóla eru að hefjast þessa dagana en búið er að undirrita verksamning, við Grindina ehf. um framkvæmdina. Framkvæmdin snýr að byggingu 4 heimastofa og kennslustofa fyrir smíði, heimilisfræði, myndmennt og textílhönnun. Stækkunin sem er á einni hæð með kjallara undir hluta byggingar mun tengjast núverandi skólabyggingu í austri. Gert er ráð fyrir að taka áfangann í notkun í byrjun árs 2022. 

Framkvæmdir við fráveitukerfi
Fráveitumál sveitarfélaga er víða ábótavant. Til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til fráveitu þarf Grindavíkurbæjar þarf að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir við fráveitukerfið og er gert ráð fyrir að verkefnið verði áfangaskipt til næstu 6-10 ára. Fyrsti áfangi er að koma útrás frá iðnaðarhverfinu út fyrir sjóvarnargarða að austanverðu. Nýverið var farið í verðkönnun um jarðvinnu vegna áfanga 1 og hefur bæjarráð samþykkt tilboð Jón og Margeirs ehf. í framkvæmdina sem gert er ráð fyrir að ljúki á árinu 2020.  

Framkvæmdir við gatnakerfið
Unnið hefur verið við gatnagerð við götu í Víðigerði og Ufsasund undanfarna vikur og mánuði og eru framkvæmdir á lokametrunum.  Verktakarnir G.G. Sigurðsson ehf. (Viðigerði) og Jón og Margeir ehf. (Ufsasund) vinna við framkvæmdirnar. 

Töluvert ver unnið við malbikunar framkvæmdir í sumar með verktakanum Hlaðbær-Colas og ber það helst að nefna malbikun gatna í Víkurhópi og Norðurhópi. Unnið var við fyrsta áfanga við það að skipta götulýsingu í bæjarfélaginu yfir í Led, gert er ráð fyrir að götulýsing í bæjarfélaginu öllu verði orðin LED á næsti 2-3 árum. 
Þessa dagana er unnið að ákvörðun um áfangaskiptingu gatnagerðar í nýju hverfi í Grindavík, Hlíðarhverfi. Er þetta liður í vinnur fyrir fjárhagsáætlun næsta árs. Vonir standa til um að hægt verði að úthluta hluta lóða í hverfinu um eða eftir mitt næsta ár. Niðurstöður verðkönnunar vegna 1. áfanga í hönnun gatnakerfisins í nýju hverfi, Hlíðarhverfi, liggja fyrir. Bæjarráð hefur samþykkt að semja við lægstbjóðanda, Tækniþjónustu SÁ ehf., um hönnunina. 

Fegrun umhverfis
Framkvæmdum við Hreystigarð við Íþróttamiðstöð mun ljúka á næstu vikum. TG raf ehf., Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf., G.G. Sigurðsson ehf. , Grindin ehf. og HH steinar ehf. eru verktakar sem komið hafa að framkvæmdinni ásamt því að átakshópur Vinnuskólans lagði hönd á plóg við verkefnið. 
Átakshópur vinnuskólans vann mikið og gott starf við fegrun bæjarins í sumar undir styrkti leiðsögn starfsmanna þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og HH steina ehf. Meðal verkefna voru: 
•    Hellulagðar gangstéttar í Efrahópi, við Víkurbraut og Ránargötu, 
•    Viðhald gönguleiða við Þorbjörn
•    Torfi komið fyrir á svæðum við stofnanir og græn svæði bæjarins. 


Svæðið þar sem ný viðbygging við Hópsskóla mun rísa

Hellulögn í kringum nýtt íþróttahús er langt komin 

Bílastæðum við íþróttamiðstöðina hefur fjölgað 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach