Hlúum vel ađ okkur sjálfum og okkar nánustu

  • COVID
  • 23. október 2020
Hlúum vel ađ okkur sjálfum og okkar nánustu

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er mikilvægt að hafa í huga til að hlúa vel að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Næstu daga verður fjallað nánar um hvert og eitt þeirra. Heilræði dagsins í dag snýr að því að hlúa vel að okkur sjálfum og okkar nánustu.

Hugsum vel um okkur sjálf og finnum uppbyggilegar leiðir til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Verjum tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og eigum góðar stundir saman. Spilum, förum út í göngutúr, út í garð að leika, föndrum, lesum og hlæjum saman. Sköpum minningar.

Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem hafa jákvæð áhrif á líðan okkar. Til þess að geta verið til staðar fyrir þau sem okkur eru kærust er mikilvægt að við hugsum vel um okkur sjálf. Þetta er eins og með súrefnisgrímuna í flugvél, við þurfum fyrst að setja grímuna á okkur sjálf áður en við getum farið að hjálpa öðrum. Við þurfum að sýna sjálfum okkur mildi og hlýju, það eru fullt af nýjum áskorunum í þessum aðstæðum sem við þurfum að takast á við á uppbyggilegan hátt. Við skulum forðast dómhörku í eigin garð þó ekki takist eins vel til á öllum sviðum og við vildum óska, ef við bara reynum að gera okkar besta.

Það er eðlilegt að finna fyrir áhyggjum en gætum þess að láta þær ekki ná yfirhöndinni. Eitt af því mikilvægasta fyrir geðheilsu okkar og hamingju eru samskipti við fjölskyldu og vini. Á tímum samkomubanns getur þetta verið áskorun en það eru til leiðir til að rækta sambandið þrátt fyrir bannið. Reynum að finna leiðir til að njóta lífsins, spila, fara í göngutúr, föndra og hlæja saman innan þeirra takamarkana sem okkur eru settar frá sóttvarnalækni og almannavörnum varðandi hreinlæti, fjölda og nálægð. Þannig náum við að skapa jákvæðar upplifanir og góðar minningar.

Þegar við hugsum til þeirra sem okkur þykir vænt um vekjum við minningar í huga okkar sem veita okkur vellíðan. Með því að gleðja aðra ræktum við gott samband við þá sem okkur þykir vænt um um leið og við stuðlum að okkar eigin vellíðan. Hægt er að tjá væntumþykju á margvíslegan hátt, bæði í orðum og gjörðum. Það er t.d. hægt að hringja, skrifa tölvupóst eða senda skilaboð. Þetta kostar lítið en er gefandi fyrir báða. Hugsaðu fallega bæði til þín og þeirra sem þér þykir vænt um í kvöld. Tjáðu einhverjum væntumþykju þína áður en þú ferð að sofa. Þannig nærðu að hlúa bæði að þér og þínum nánustu.

Nánari upplýsingar um hvað hægt er að gera til að bæta líðan má finna á Heilsuveru. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach