Grásleppukona heimsćkir 2.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 23. október 2020

,,Við vorum búin að segja þeim frá því að von væri á sjómanni, sjálfum sjóaranum síkáta í heimsókn til að tala við þau um sjómennsku. Þau urðu mjög hissa þegar í ljós kom að sjóarinn var engin önnur en Halldóra Halldórs kennari", sagði Gísli B Gunnarsson kennari í 2.bekk. Halldóra kom með sjógallann sinn, sýndi krökkunum myndir frá grásleppuveiðum og sagði þeim frá en hún stundar grásleppuveiðar á sumrin. Þetta var liður í Byrjendalæsisverkefni um hafið sem verið hefur viðfangsefni undanfarinna vikna í 2.bekk. Nemendur hafa farið í fjöruferð, lesið, unnið margvísleg verkefni og unnið ýmislegt myndrænt eins og sjá má á eftirfarandi myndum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!