Skóli á grćnni grein

  • Grunnskólafréttir
  • 13. október 2020

Hefur þér dottið í hug að nemendalýðræði, útikennsla eða núvitund séu hluti af verkefni skóla sem eru á grænni grein? Grunnskóli Grindavíkur er ásamt um 200 skólum á landinu þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar. Þessa dagana er verið að mynda nýtt teymi nemenda sem samanstendur af nemenda úr hverjum árgangi ásamt nokkrum starfsmönnum skólans en Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri heldur utan um hópinn. 

Grænfánaverkefnið hefur jákvæð áhrif á lýðræðisleg vinnubrögð. Nemendur taka aukna ábyrgð á sínu nánasta umhverfi og taka einnig þátt í ákvarðanatöku sem snertir skólana þeirra. Áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð minnir okkur á að við höfum öll völd til að breyta heiminum og börnin finna fyrir því að á þau sé hlustað. Það er ósk okkar að sem flestir leggi hönd á plóg, að Grænfánaverkefnið haldi áfram að blómstra og sem flestir í samfélaginu taki þátt í að gera Grindavík að umhverfisvænu sveitarfélagi.

Þemu skóla á grænni grein https://verkfaerakista.landvernd.is/thatttaka/Themu

  • Neysla og úrgangur
  • Hnattrænt jafnrétti
  • Lýðheilsa
  • Orka
  • Vatn
  • Lífbreytileiki
  • Lofslagsbreytingar og samgöngur
  • Náttúruvernd
  • Vistheimt
  • Átthagar og landslag
     


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!