Ađeins félagsmenn hafa ađgang ađ Húsatóftavelli

  • Fréttir
  • 10. október 2020

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og tilmæla frá almannavörnum hefur sú ákvörðun verið tekin um að loka Húsatóftavelli fyrir öðrum en félagsmönnum Golfklúbbs Grindavíkur frá hádegi 9. október 2020.

Þeir kylfingar sem áttu bókaða rástíma í í gær gátu nýtt sér þá rástíma en lokað hefur verið fyrir bókanir.

Einnig hafa allir þeir kylfingar sem áttu rástíma um helgina fengið skilaboð um að þeirra rástímar falli niður.

Stjórn GG biðlar til sinna félagsmanna að bóka sig ekki á rástíma á golfvöllum í kringum höfuðborgarsvæðið og mun GSÍ óska eftir því við golfklúbba að heimila ekki bókanir kylfinga á vellina.

Það eru skýr skilaboð frá almannavörnum um lokun valla á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Vallarstarfsmennirnir okkar eru þegar farnir að huga að lokun og vinna í því að færa völlinn í vetrarbúninginn.

Förum varlega og vinnum saman í að kveða þessa veiru niður.

Með kveðju,
Stjórn GG
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir