Verđlaunamynd um humarsúpuna og Bryggjuna kaffihús sýnd á RIFF

  • Fréttir
  • 22. september 2020
Verđlaunamynd um humarsúpuna og Bryggjuna kaffihús sýnd á RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin í 17. sinn í ár og stendur yfir dagana 24. september  - 4. október. Þar verður frumsýnd heimildarmyndin Lobster Soup sem fjallar um þá bræður Alla og Krilla og hina margrómuðu humarsúpu (e. Lobster soup). En myndin fangar meira en góða humarsúpu. Hún sýnir það umhverfi sem þeir bræður Alli og Krilli sköpuðu þegar þeir opnuðu Bryggjuna kaffihús. Mannlífið og andann sem einkennir staðinn. 

Einhver bestu og frægustu meðmæli fékk humarsúpan á bryggjunni árið 2016 þegar leikkonan Sigourney Weaver sagði frá því í viðtali að besta máltíð sem hún hafi fengið á ferð sinni um Ísland hafi verið humarsúpan á Bryggjunni. Í viðtalinu sagði hún að þau hefðu heimsótt dásamlegt fiskiþorp fyrir utan Reykjavík sem hét Grindavík og þar hafi verið huggulegt kaffihús þar sem humarsúpan hafi verið mjög góð; heit og þykk og súpan hafi bjargað þeim frá því að fá lungnabólgu því þeim hafi verið mjög kalt. 

Lobster soup kemur beint frá San Sebastian kvikmyndahátíðinni þar sem hún vann til tveggja verðlauna. Myndin er í leikstjórn Pepe Andreu & Rafael Molés en meðal handritshöfunda eru Ólafur Rögnvaldsson.
Heimildarmyndin Lobster soup er í fullri lengd eða 95 mínútur og er í flokknum Ísland í brennidepli. 

Á hverjum morgni tekur Krilli saman hin fjölmörgu hráefni sem þarf til að laga humarsúpuna á Bryggjunni, litlum matsölustað í Grindavík. Á kaffihúsinu situr Alli, bróðir Krilla, með gömlu sjómönnunum, síðasta íslenska hnefaleikakappanum og rithöfundi og á hverjum degi uppgötva þeir ný svör við vandamálum heimsins. Fólk kemur til Íslands frá öllum heimshornum til að sjá eldfjöllin, ísinn og sköpun jarðarinnar. En nú virðast túristarnir og hraunbreiðurnar vera í sívaxandi mæli að þrýsta öllu þorpinu á haf út. Kaffihúsið Bryggjan heldur uppi höfninni og rígheldur sér í jörðina. Það þjónar sem skjól fyrir bæjarbúa Grindavíkur á síðustu 3000 fermetrunum af byggingarlandi á höfninni.

Hægt verður að nálgast myndina gegn vægu gjaldi á netinu þann 3. október næstkomandi og kostar 1190 krónur að leigja hana. 
 

Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 30. október 2020

Hertari reglur á ný

Fréttir / 29. október 2020

Áttu fallega forsíđumynd fyrir Járngerđi?

Fréttir / 28. október 2020

Hreyfum okkur rösklega á hverjum degi

Fréttir / 27. október 2020

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Fréttir / 26. október 2020

Grindavíkurbćr opnar bókhaldiđ

Fréttir / 26. október 2020

Verum ţakklát fyrir ţađ sem viđ höfum

Grunnskólafréttir / 22. október 2020

Grásleppukona heimsćkir 2.bekk

Fréttir / 20. október 2020

Notum andlitsgrímur rétt

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Fréttir / 15. október 2020

Bleikur dagur á morgun

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir