Fundur 1556

  • Bćjarráđ
  • 9. september 2020

1556. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 8. september 2020 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnar-fulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:


1. Skipaþjónustuklasi og uppbygging hafnarmannvirkja í Njarðvík - 2008091
Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf., Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um uppbyggingu hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík. Verkefnið snýr að bættri aðstöðu í Njarðvíkurhöfn þannig að unnt sé að skapa tækifæri fyrirtækja til byggingar skipaþjónustuklasa. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar og ráðgjafi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur mættu á fundinn til að kynntu nánar þessar fyrirætlanir.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndir um skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn og lýsir fullum stuðningi við verkefnið.


2.Barnafjöldi í Laut 2020-2021 - 2009003
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjóra leikskólans Lautar um að 89 börn fái skólavist í leikskólanum. Með því er öllum börnum fædd til og með mars 2019 tryggð skólavist.

3.Starfsemi Kvikunnar 2020 - 2008073
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram samantekt verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar um starfsemina í húsinu það sem af er ári 2020.

4.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Grindavík - 2008082
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Ungmennafélag Grindavíkur óskar eftir því að hefja samstarf við Grindavíkurbæ við vinnu að nýrri framtíðarsýn íþróttasvæðisins í Grindavík.

Bæjarráð kallar eftir þarfagreiningu og framtíðarsýn UMFG á íþróttasvæðinu.


5.Beiðni um styrk vegna breytinga á klefum mfl. kvenna í knattspyrnu - 2008118
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram erindi kvennaráðs Knattspyrnudeildar UMFG þar sem óskað er eftir styrk vegna breytinga á búningsklefum.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

 

6.Verklagsreglur vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur - 2001080
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram tillögur að breytingum á verklagsreglum vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar.


7.Kvöldopnun í Þrumunni fyrir ungmenni 16 ára og eldri - 2008074
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar leggur til að húsnæðið verði opið eitt kvöld í viku fyrir ungmenni, 16 ára og eldri. Frístunda- og menningarnefnd tók jákvætt í hugmyndina og vísaði málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir lengda opnun til áramóta og óskar eftir greinargerð um starfsemina sem lögð verði fram í vinnu við fjárhagsáætlun 2021.


8.Viðhald á reiðvelli og reiðvegum - 2009031
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka um málið og leggja fyrir bæjarráð.


9.Leiksvæði í Selskógi - 2006015
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að við gerð deiliskipulags fyrir Selskóg verði gert ráð fyrir leiksvæði sem fellur að umhverfinu, samanber önnur skógræktarsvæði á landinu.


10.Hjóla- og gönguvika í Grindavík - 2005068
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Hjóla- og göngudagar í Grindavík fóru fram 24.-27. júní sl. Lögð fram samantekt frá Hjólafærni á Íslandi um hvernig til tókst og hvað betur má fara í samgöngumálum í Grindavík.


11.Viðburðir um jól og áramót 2020-2021 - 2008006
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs um viðburði á vegum Grindavíkurbæjar 2020-2021.


12.Lýðheilsuvísar fyrir Suðurnes 2020 - 2008041
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðir fram lýðheilsuvísar fyrir Suðurnes 2020.


13.Vöktun áhrifaþátta heilbrigðis í Grindavík 2019 - 2008095
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram niðurstöður könnunar á áhrifaþáttum heilbrigðis sem framkvæmd var meðal Grindvíkinga árið 2019.


14.Ósk um niðurfellingu leigu 2020 - 2009018
Tjald ehf. óskar eftir niðurfellingu á leigu tjaldstæðisins fyrir árið 2020 vegna fordæmalausra aðstæðna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum.


15.Stígur frá Grindavík vestur að golfvelli - 2002001
Óskað er viðauka að upphæð 23.000.000 kr. vegna göngu- og hjólastígs frá Grindavík að undirgöngum við golfvöll. Gert var ráð fyrir 12.000.000 kr. í verkefnið á þessu ári. Verkefnið er unnið með Vegagerðinni.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.


16.Verkefni umhverfis- og skipulagssviðs - 2008107
Óskað er viðauka að upphæð 900.000 kr. á lykil 09521-1110 vegna viðbótar 40% stöðugildis á skipulags- og umhverfissviði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.


17.Mögulegt samstarf um rekstur hafna á Suðurnesjum - 2008117
Lagt fram bréf frá Suðurnesjabæ, dags. 28. ágúst sl. með ósk um viðræður við Reykjaneshöfn og Grindavíkurbæ / -höfn um möguleika á samstarfi hafnanna um rekstur þeirra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og hafnarstjóra að kanna með möguleika á samstarfi hafnanna.


18.Lyktarmengun af völdum fiskþurrkunar - 2009006
Lagt fram erindi frá íbúa vegna lyktarmengunar af völdum fiskþurrkunar í Grindavík. Erindið er lagt fyrir að beiðni Helgu Dísar Jakobsdóttur bæjarfulltrúa. Samkvæmt upplýsingum frá HES var hreinsibúnaður í ólagi tímabundið en er kominn í lag núna.

Bæjarráð bendir á að kvartanir um lyktarmengun skulu beinast til HES.


19.Aðalfundur Fisktækniskóla Íslands 2020 - 2009009
Aðalfundur Fisktækniskóla Íslands fer fram 10. september 2020 kl. 16:00. Bæjarráð felur Hjálmari Hallgrímssyni að fara með atkvæði Grindavíkurbæjar á fundinum.

Bæjarráð tilnefnir Ólaf Þór Jóhannsson sem aðalmann í stjórn og Fannar Jónasson til vara.

20.Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19 - 2009032
Skýrsla starfshóps um fjárhagsleg áhrif Covid 19 á fjárhag sveitarfélaga lögð fram.


21.Hertar sóttvarnir á landamærum - 2009033
Lögð fram ályktun frá stjórnarfundi Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi vegna hertra sóttvarna á landamærum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 101

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549