Hreiđar Leó og Maren Sif unnu í Reykjanes Maraţon

  • Fréttir
  • 9. september 2020

Grindvísku systkinin þau Hreiðar Leó og Maren Sif tók þátt í Reykjanes Maraþon keppninni um síðustu helgi og gerðu sér lítið fyrir og unnu bæði sinn keppnisflokk. Hreiðar Leó, sem er í 5. bekk, keppti í 18 ára og yngri og vann þann flokk og Maren Sif, sem er í 3. bekk,  vann 3 km í kvennaflokki. Glæsilegur árangur hjá þeim hlaupasystkinum sem að sögn föður þeirra, Vilhjálmi Ragnari, segir þau hafa gaman af hlaupum. Sjálfur hafi hann hlaupið mikið á yngri árum og hann fari stundum með þeim í auglýstar hlaupakeppnir. 

Við óskum þeim systkinum innilega til hamingju með árangurinn. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram spretta úr spori! 

Á meðfylgjandi mynd eru Hreiðar Leó og Maren Sif ásamt föður sínum, Vilhjálmi Ragnari í lok hlaupsins á sunnudag. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir