Sigurbjörg Íslandsmeistari í Criterium hjólreiđakeppni

  • Fréttir
  • 2. september 2020
Sigurbjörg Íslandsmeistari í Criterium hjólreiđakeppni

Grindvíkingurinn Sigurbjörg Vignisdóttir gerði sér lítið fyrir og landaði Íslandsmeistaratitli í hjólreiðum um síðustu helgi. Sigurbjörg var að keppa í svokallaðri Criterium keppni í B-flokki kvenna, sem eru stuttar hjólreiðakeppnir, annálaðar fyrir mikinn hraða og mikla spennu. Hjólaður er 1.9 km langur hringur.  Criterium fer þannig fram, að hjólað er í hringi, ef keppandi er hringaður lýkur hann keppni og hjólar að rásmarki. Þessi glæsilegi árangur Sigurbjargar er eftirtektarverður þar sem hún hefur ekki verið lengi í hjólreiðum.  

"Ég byrjaði að hjóla sumarið 2019. Það var í kjölfar þess að ég velti fyrir mér afhverju mér leið svona vel þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Þá áttaði ég mig á því að það var hjólið, útiveran og hreyfinginn sem gerði svo mikið fyrir andlegu heilsuna og átti svo mikið við mig." 

Í kjölfarið keypti Sigurbjörg sér svo hjól í júní 2019. Mánuði síðar var hún búin að selja það og komin á alvöru götuhjól eða svokallaðan racer. "Ég keppti fyrsta skiptið í Kía gullhringnum í ágúst í fyrra.  Átti að hjóla 48 km en gleymdi að beygja og fór 67 km og lenti í 2 sæti í því móti!  Svo tók ég aftur þátt í því móti í ár og var í 4 sæti.

Sigurbjörg segist ekki hafa verið mikið að spá í vinna titil þegar hún tók þátt í keppninni um síðustu helgi. "Markmiðið mitt var bara að klára og vera ekki hringuð. Ég ætla að keppa svo í bikarmóti næstu helgi sem verður haldi í hér í Grindavík og heitir Samskiptamótið. En á næsta ári mun ég taka þátt í fleiri mótum en ég er byjuð í einkaþjálfun hjá konu sem er góð í að þjálfa hjólreiðafólk."

Við óskum Sigurbjörgu innilega til hamingju með titilinn! 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FR?TTIR

Fréttir / 30. október 2020

Hertari reglur á ný

Fréttir / 29. október 2020

Áttu fallega forsíđumynd fyrir Járngerđi?

Fréttir / 28. október 2020

Hreyfum okkur rösklega á hverjum degi

Fréttir / 27. október 2020

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Fréttir / 26. október 2020

Grindavíkurbćr opnar bókhaldiđ

Fréttir / 26. október 2020

Verum ţakklát fyrir ţađ sem viđ höfum

Grunnskólafréttir / 22. október 2020

Grásleppukona heimsćkir 2.bekk

Fréttir / 20. október 2020

Notum andlitsgrímur rétt

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Fréttir / 15. október 2020

Bleikur dagur á morgun

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir