Gúrmé í Grindavík - Skeifan Söluturn

  • Gúrme Grindavík
  • 13. ágúst 2020

Gúrmé í Grindavík er umfjöllunarliður matseldar í bænum og hvetjum við alla bæjarbúa til þess að kynna sér alla þá fjölbreyttu staði sem Grindavík hefur upp á að bjóða. Í hverjum góðum bæ þurfa alltaf að vera góðar sjoppur sem bjóða upp á allskonar mat og sætindi. Við fórum í Skeifuna og fengum að spyrja nokkra spurninga. 

Fljótlegt og gott

Skeifan söluturn er búinn að vera í Verslunarmiðstöðinni frá því húsið var byggt með nokkrum eigendaskiptum. Þar er hægt að fá sér ís, pulsu, sælgæti, snakk og gos, svo eitthvað sé nefnt. Skeifan er einnig heimavöllur hins fræga subs eða vefju í Grindavík. Það er einnig hægt að fá sér allskonar samlokur og fleira frá Sóma. Aðal áherslan hjá þeim er að hafa allt fljótlegt og gott.

Hægt er að fá ís í vél í Skeifunni en þau bjóða upp á trúðaís, bragðaref, allskonar ídýfur, kurl, nammi og fleira fyrir ísinn þinn í formi eða boxi. Einnig eru þau með frostpinna, nammibar og mikið úrval af sælgæt og snakki.

 

Subsinn vinsælastur 

Subs hefur alltaf verið mjög vinsæll hjá þeim í Skeifunni en einnig er hægt að fá vefju. Hægt er að velja um allskonar allskonar álegg, grænmeti og sósur. 

 

Hverjir eru kostirnir við það að vera í Grindavík?

Gerður eigandi Skeifunnar segir gott að vera í skemmtilegu bæjarfélagi þar sem að allir þekkja alla. ,,Það er fámennt en góðmennt og maður finnur fyrir því” bætir hún við. Margir muna eftir Skeifunni síðan að þeir voru á unga aldri í Grindavík og alltaf er vinsælt að koma til þess að fá sér gömlu góðu Skeifu pylsurnar sem standa alltaf fyrir sínu. 

 

Tilboð vikunnar

Í vikunni frá 13.ágúst til 20.ágúst ætlar Skeifan að bjóða upp á þessi tilboð:

12"vefja og lítil gos í dós - 1250 kr

10"vefja og lítil gos í dós - 1050 kr

Lítill subs og lítil gos í dós - 950 kr

Stór subs og lítil gos í dós - 1260 kr

Hvetjum við alla Grindavíkinga að nýta sér það og kíkja í Skeifuna. 

 

Staðsetning: Víkurbraut 62 (Verslunarmiðstöðinni)

Opnunartími: Mánudaga til föstudaga á milli 8:00-23:30 og á laugardögum frá 9:00-23:30 og sunnudögum frá 10:00-23:30

Sími: 519-8980

 

Myndir og umfjöllun eftir Láru Lind Jakobsdóttur
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir