Viljum ađ viđskiptavinurinn geti gripiđ međ sér köku međ kaffinu

  • Fréttir
  • 13. ágúst 2020
Viljum ađ viđskiptavinurinn geti gripiđ međ sér köku međ kaffinu

Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir er 25 ára, menntaður bakari, konditor og súkkulaðimeistari. Hrafnhildur hefur heillað bæjarbúa með allskonar nýjungum í bakaríinu undanfarið. Bakaríið Hérastubburr er staðsett á Gerðavöllum 19 og var stofnað árið 1995 af pabba og afa Hrafnhildar, en hún var 11 mánaða þegar bakaríið opnaði 6.júlí 1995.

Hrafnhildur útskrifaðist sem bakari úr Menntaskólanum í Kópavogi árið 2014. Hún hélt síðan til Danmörku og útskrifaðist sem konditor úr ZBC í Ringsted árið 2017 og sem súkkulaðimeistari frá Kold College í Odense árið 2019. Hrafnhildur vann með bakaranáminu í Hérastubb hjá pabba sínum og með konditornáminu sínu í Reinh van Hauen konditori í Kaupmannahöfn.

Hrafnhildur var síðan yfirbakari í 17 sortum frá árinu 2017 til ársins 2018. Hrafnhildur hefur starfað hjá Hérastubb alveg frá grunnskóla fyrir utan þessi tvö störf og kom svo alveg til baka eftir súkkulaðinámið sumarið 2019.

Hrafnhildur var í viðtali hjá Láru Lind Jakobsdóttur í Járngerði sem kom út ú vor en nálgast má blaðið í heild sinni hér.  

25 ára afmæli 
Næst á dagskrá hjá Hérastubbi er 25 ára afmæli. Hrafnhildur segist langa að hafa flott tilboð allan júlímánuð, jafnvel eitthvað gúrme á sjálfan afmælisdaginn 6.júlí sem þau munu auglýsa síðar á instagram og facebooksíðu bakarísins.

Skemmtilegast að baka súrdeigið
„ Í augnablikinu er ég mikið að elska súrdeigið og baka mikið úr því eins og sést kannski á öllu því nýja.” En núna er alltaf boðið upp á súrdeigsbrauð dagsins, mismunandi eftir dögum, súrdeigspizzadeig alla föstudaga, súrdeigssnúða og súrdeigsrúnstykki um helgar, sem hefur unnið sér inn vinsælan sess hjá bæjarbúum. 

Nýjar áheyslur
Hrafnhildur segir að núna sé áherslan svolítið á súrdeigin. Ásamt því vilja þau að alltaf sé til kaka í borðinu svo að viðskiptavinurinn geti komið og gripið með sér köku í kaffið, en þó er alltaf best ef fólk er með séróskir að panta hjá þeim fyrirfram með 2 daga fyrirvara. Þá er kakan gerð eftir óskum hvers og eins. En það er ekkert mál að senda á Hérastubb línu í gegnum instagram, facebook eða hringja í síma bæði til að panta og taka frá. 

Ný heimasíða
“Mig langar að minna fólk á að Hérastubbur sé kominn með heimasíðuna
www.herastubbur.is en þar er hægt að finna allar helstu upplýsingar og verð um tertur og veisluþjónustu sem fólk getur kynnt sér. 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Frábćrir Uppbyggingadagar

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 8. september 2020

Liđveitendur óskast

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina