Sumarfrí Reykjadals í Grindavík

  • Fréttir
  • 23. júlí 2020

Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Þau hafa verið starfandi í Mosfellsdal í fjölda mörg ár en eru nú með sumarfrí hérna í Grindavík. Við hittum Margréti Völu Marteinsdóttur sem er forstöðukona Reykjadals á dögunum og fengum að spyrja hana nokkra spurninga. 


Fjölbreytt og gefandi starf

,,Gleði, jákvæðni og ævintýri eru einkunnar orðin hjá okkur sem lýsa í raun starfinu sem best” segir Margrét. Hún segir það mikilvægt að hafa það að leiðarljósi í starfinu að ekkert sé ómögulegt og staðið sé að því að láta ævintýrin gerast. Í sumar fékk Reykjadalur einstakt tækifæri í samstarfi við félags- og barnamálaráðherra. En vegna áhrifa Covid 19 á samfélagið var ákveðið að fara af stað með ýmis verkefni, sem var liður í því að bregðast við áhrifum faraldursins. Til dæmis með því að auka sumarstörf fyrir ungt fólk og auka félagslegt boð fyrir fatlað fólk.  

 

Afhverju í Grindavík? 

Reykjadalur opnaði nýju sumardvölina í Grindavík á GEO hótelinu og buðu þangað að koma fólki með fötlun á aldrinum 21-35 ára. Kalla þau dvölina Sumarfrí Reykjadals og hefur gengið rosalega vel. Margrét segist hafa vilja skapa vettvang til þess að bjóða þeim sem komu í Reykjadal til þeirra í æsku að upplifa aftur stemminguna og ógleymanlegar kvöldvökur með smá “fancy style” og hótelgistingu. ,,Við fréttum af þessu frábæra hóteli á lausu í sumar, könnuðum málið og það var tekið ofsalega vel í beiðnina okkar” segir Margrét.

 

Kvöldvökurnar á toppi listans

Í sumar eru þau með um 15 gesti í hverjum hópi og starfa í 5 vikur í Grindavík. ,,Grindavík hefur tekið alveg ótrúlega vel á móti okkur, allstaðar þar sem við komum er okkur mætt með jákvæðu viðmóti” segir Margrét. Hafa þau verið að nýta allskonar þjónustu í Grindavík á meðan dvölinni stendur en þau fara td. daglega í sund og einu sinni í viku í Bláa Lónið.

,,Við leggjum mikla áherslu á að gestir okkar hafi val en á hverjum degi er sett upp dagskrá þar sem gestirnir okkar koma með hugmyndir af afþreyingu” segir Margrét. Á daginn eru þau mikið að föndra, spila, fara í allskyns leiki, taka myndir og njóta þess að vera saman. Á hverjum degi enda þau síðan daginn á kvöldvöku. ,,Ég hugsa að kvöldvökurnar séu oftast á toppi listans hjá gestunum en þá erum við oft aðeins að fíflast í starfsfólkinu” segir Margrét. Þá halda þau hæfileikakeppni eða ,,Reykjadalur got talent” eins og þau kalla það, blanda ógeðsdrykki, setja upp leikrit, spila bingó með allskonar twisti og margt fleira. Halda þau líka upp á ógleymanleg böll þar sem allir dansa og tjútta. 

 

Hvað tekur síðan við?

,,Við munum halda starfinu okkar áfram í Reykjadal í Mosfellsdalnum” segir Margrét. En á veturna bjóða þau upp á helgardvöl þar sem að gestir þeirra koma eina helgi í heimsókn. Svo vonast þau til að geta haldið áfram að bjóða upp á Sumarfrí Reykjadals á GEO hótelinu í Grindavík næsta sumar bætir Margrét við.

 

Hér koma myndir frá Sumarfríi Reykjadals í Grindavík. 

Pizza bakstur fyrir kvöldmat.

Ferð í Bláa Lónið. 

Ferð í Bláa Lónið.

Mynd frá kvöldvöku.

Margrét Vala, forstöðukona Reykjadals. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!