Međalhrađaeftirlit fyrsta sinnar tegundar á landinu

  • Fréttir
  • 8. júlí 2020

Líkt og komið hefur fram hér á vefsíðunni stendur til að koma upp meðalhraðaeftirliti á Grindavíkurvegi. Búið er að setja upp myndavélar en þrátt fyrir það er ferlið langt og strangt. 

Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni hefur haft veg og vanda af verkefninu innan þeirra raða. Hún sagði í samtali við vefsíðuna að stefnt væri að því að taka kerfið í gegn fyrir verslunarmannahelgina, um væri að ræða mikla forritunarvinnu og margir fundir hafi verið haldnir vegna verkefnisins. 

Þó nokkuð er síðan tilkynnt var um meðalhraðaeftirlitið sem setja á upp á Grindavíkurvegi en um er að ræða búnað sem mælir meðalhraða bifreiðar.  Þetta er í fyrsta sinn sem Vegagerðin setur upp slíkan búnað á landinu en verkefnið er unnið í samstarfi við lögreglu. Á sama tíma og eftirlitið verður tekið upp hér í Grindavík verður slíkt líka tekið í gagnið í Norðfjarðargöngunum. 

Auður sagði að verkferlar væru mjög margir í upphafi. Bæði þurfa öll leyfi að vera klár auk þess sem búnaðurinn þarf að virka sem skyldi. Þá hafi Covid-19 sett sitt strik í reikninginn. Í raun sé verið að vinna verkefni sem aldrei áður hafi verið gert áður á Íslandi og því þurfi allt að vera á hreinu áður en hraðaeftirlitið byrjar. 
„Við viljum bæði vera með belti og axlabönd í þessu ferli því um er að ræða eftirlit sem verður að standast öll lög og reglugerðir“. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir