Tónleikar á Salthúsinu

  • Tónleikar
  • 8. júlí 2020

Laugardaginn 11. júlí koma þrjár skemmtilegar rokksveitir fram á tónleikum í Salthúsinu. 

Nýríki Nonni er hresst rokktríó sem gaf nýlega út 13 laga breiðskífu. Ber skífan nafnið "För" og á henni er hresst og heiðarlegt rokk og skemmtilegir og vel ortir textar. Sveitin hefur getið sér gott orð sem skemmtileg tónleikasveit.

Ingvar Valgeirsson & Swizz er sveit sem hefur starfað í mörg ár, lengst af sem ballhljómsveit. Hafa þeir þó dælt út frumsömdu efni síðasta árið, bæði undir merkjum sveitarinnar og eins gaf forsprakkinn út 6 laga skífu undir eigin nafni í vor (með dyggri aðstoða hinna meðlimanna). Nú síðast gáfu þeir út lagið Fastur í fortíðinni sem hljómað hefur á öldum ljósvakans síðustu vikur.

Moskvít er eldhress rokksveit, rúmlega ársgömul, sem vakið hefur athygli fyrir snyrtilegan klæðaburð og bráðskemmtilegt og hresst blúsað rokk. Koma þeir piltar af Suðurlandinu og lofa gríðargóðri skemmtun.

Hefjast tónleikarnir klukkan 21:00 stundvíslega og er aðgangseyrir kr. 2,500.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRIR VIĐBURĐIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir