Fundur 1552

 • Bćjarráđ
 • 24. júní 2020

1552. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 23. júní 2020 og hófst hann kl. 16:00. 
 
 
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson,  formaður, Sigurður Óli Þórleifsson,  varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir,  aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir,  áheyrnarfulltrúi, Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson,  sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson,  bæjarstjóri. 
 
 
Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
 
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 10. mál á dagskrá:  
 
Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II, Halpal slf - mál 2005107. 
 
Samþykkt samhljóða. 
 
Dagskrá: 
 
1.  Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2021 - 2006013 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Tvær umsóknir bárust.  Tillaga frístunda- og menningarnefndar að afgreiðslu starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði 2021 lögð fram.  
 
Bæjarráð samþykkir umsóknirnar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2021.  

2.  Húsaleigusamningur - Skólabraut - 2005103 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
1. og 2. grein samnings við Sölku Völku, félags handverksfólks í Grindavík, frá 2015 hefur verið sagt upp. Lagt er til bjóða félaginu Mánagötu 6 (Gesthús) til afnota.  
 
Bæjarráð samþykkir að félagið fái afnot af Mánagötu 6 frá og með næsta hausti og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að útbúa samning við félagið.

3.  Sumarstörf 2020 - 2004020 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs vegna sumarstarfa 2020.

4.  Frágangur á lóð í kringum íþróttahús - 1909018  

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Hönnun á frágangi í kringum íþróttahús ásamt kostnaðaráætlun lögð fram. Áætlun er yfir ramma fjárhagsáætlunar. Hugmyndir um breytingar á verki voru kynntar.

5.  Innkaup- Rammasamningur Ríkiskaupa - 2006035 
 Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og lögfræðingur tæknideildar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Grindavíkurbær er aðili að rammasamningi ríkiskaupa. Þau markmið sem lagt er upp með í rammasamningi eru ekki að nást, þ.e. í rammasamningi eru ekki endilega hagstæðustu verð. Lagt er til að hætta aðild að rammasamningi og aðlaga innkaupareglur bæjarins að því.  
 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Grindavíkurbær hætti í rammasamningi ríkiskaupa og að innkaupareglur bæjarins verði lög um opinber innkaup.

6.  Grenndarstöðvar - 2006033 
 Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Hugmyndir að grenndarstöðvar frá Kölku lagðar fram.  
 
Umhverfis- og ferðamálanefnd telur mikilvægt að komið verði upp grenndarstöð í bæjarfélaginu og að hún verði á aðgengilegum stað fyrir bæjarbúa. Mikilvægt er að huga vel að umhverfi grenndarstöðvar og að það sé snyrtilegt.  
 
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

7.  Óskipt land Þórkötlustaða - 2002028 
 Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.  
 
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga um kaup á smæstu hlutunum í hinu óskipta landi. Kaupverð eignarhlutanna yrði á grundvelli útreikninga sem fram koma í Excel skjali. Jafnframt er óskað eftir 9.000.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2020  
 
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárfestingaáætlun 2020 að fjárhæð 9.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

8.  Beiðni um aðstoð við rekstur kirkjugarðsins á Stað - 2006056 
 Sóknarnefnd Grindavíkursóknar óskar eftir aðstoð við rekstur kirkjugarðsins þar sem kostnaður við hverja graftöku er töluvert hærri en framlag ríkisins.  
 
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.  

9.  Samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2006063 
 Óskað er eftir endurstaðfestingu fulltrúa bæjarfélaganna úr starfshópi um Suðurnes í samráðsteymið eða tilnefningu nýrra aðila.  
 
Bæjarráð tilnefnir Fannar Jónasson bæjarstjóra.

10.  Rekstrarleyfi veitingarstaðar í flokki II - Halpal slf - 2005107  

Helga Dís Jakobsdóttir víkur af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.  
 
Lögð fram beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurnesjum vegna rekstrarleyfis veitingarstaðar í flokki II - Halpal slf. en óskað er eftir aukinni opnunarheimild og leyfi til vínveitingasölu til kl. 03:00, aðfararnætur frídaga.  Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur, byggingarfulltrúanum í Grindavík og lögreglustjóranum á Suðurnesjum.  
 
Bæjarráð getur ekki samþykkt veitingu leyfis sem felur í sér aukinn opnunartíma þar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafnar því algjörlega.  
 
Bæjarráð samþykkir hins vegar veitingu óbreytts leyfis.  
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00. 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 101

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Nýjustu fréttir

Nýtt hverfi fćr nafniđ Hlíđarhverfi

 • Fréttir
 • 30. september 2020

Ţjófagjá, minjar frá stríđsárum, náttúruskođun

 • Grunnskólafréttir
 • 29. september 2020

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

 • Fréttir
 • 28. september 2020

Ţórkatla frestar ađalfundi

 • Fréttir
 • 28. september 2020

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur

 • Fréttir
 • 28. september 2020

Safnađ fyrir 6 mánađa Nikodem

 • Fréttir
 • 26. september 2020