Fundur 1550

  • Bćjarráđ
  • 10. júní 2020

1550. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 9. júní 2020 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímssonvar fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir,varamaður fyrir Hjálmar Hallgrímsson, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður,
Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og leikskólastjórar Lautar og Króks, auk trúnaðarmanna sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Farið yfir tillögur frá skólastjórnendum og málin rædd. 
        
2.     Leiguverð á íbúðum í Víðihlíð - 1902004
    Forstöðumaður öldrunarþjónustu sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Hallfríður Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi leggur málið fyrir fundinn. 

Bæjarráð samþykkir að skipa í vinnuhóp Sigurð Óla, Birgittu og Hallfríði. Vinnuhópurinn skal fara yfir leiguverð á íbúðum í Víðihlíð og skila tillögum eigi síðar en 1. október 2020. 
        
3.     Túngata 15-17 - ósk um viðauka - 2006024
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 á launalykla hjá sambýlinu við Túngötu að fjárhæð 2.932.000 kr. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
4.     Hjóla- og gönguvika í Grindavík - 2005068
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram erindi frá Hjólafærni á Íslandi um samvinnu við Grindavíkurbæ vegna þróunarverkefnisins Hjóla- og gönguvika. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita alþjóðlega göngusáttmálann.
        
5.     Hátíðarhöld 17. júní 2020 - 2006012
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð leggur til að meira verði gert á 17. júní en gert hafði verið ráð fyrir og með áherslu á skemmtun fyrir börnin.
        
6.     Ósk um svæði fyrir kofabyggð - 2006010
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Hópur barna hefur óskað eftir svæði fyrir kofabyggð. Lagt er til að þau fái hluta af leiksvæðinu við Hraunbraut eða gamla leiksvæðið í Laut. 

Bæjarráð heimilar notkun á svæði gamla leikskólans í Laut undir kofabyggð. Gæta þarf að öryggismálum, s.s. nöglum og flísum og að kofar geti ekki fokið. 

Byggingafulltrúa er falið að vinna málið áfram.
        
7.     Átak í fráveituframkvæmdum - 2006004
    Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní sl. varðandi frumvarp til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna um tímabundið átak í fráveituframkvæmdum. 
        
8.     Suðurnesjalína 2: Álit Skipulagsstofnunar - 2004031
    Óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda í Grindavík til þeirra valkosta sem fyrir liggja vegna Suðurnesjalínu 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í landi Grindavíkur. 

Bæjarráð leggur höfuðáherslu á að bæta afhendingaröryggi og auka flutningsgetu raforku á Suðurnesjum svo fljótt sem við verður komið. Ekki er gert upp á milli valkosta B og C að svo komnu máli, en beðið frekari upplýsinga um þann tíma sem ætla má að framkvæmdin taki fyrir hvorn valkost fyrir sig.
        
9.     Ábending um plastmengun og flutning jarðvegs - 2006005
    Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun með ábendingum um plastmengun og beiðni um upplýsingar um uppgræðslu lands í landi Grindavíkurbæjar meðfram landsvegi 428. 

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram.
        
10.     Félagsaðstaða eldri borgara - 1909020
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi aðilar verði skipaðir í starfshóp um byggingu félagsheimilis fyrir aldraða: Stefanía S Jónsdóttir og Hjálmar Hallgrímsson. Öldungaráð skipi þriðja fulltrúann. 
Jafnframt leggur bæjarráð til að greitt verði fyrir setu í starfshópnum.
        
11.     Samstarfsverkefni með vinabænum Uniejów - 2005036
    Óskað er eftir samstarfi vegna verkefnis sem snýr að vitund nemenda um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. 

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri undirriti viljayfirlýsinguna.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135