Sjómannadagsblađi Grindavíkur dreift frítt í öll hús

  • Fréttir
  • 3. júní 2020
Sjómannadagsblađi Grindavíkur dreift frítt í öll hús

Stórglæsilegt Sjómannadagsblað Grindavíkur 2020 hefur nú litið dagsins ljós. Blaðið er efnismikið og veglegt að venju eða 120 blaðsíður með myndum, greinum og umfjöllunum. Í ár verður blaðinu í fyrsta skipti dreift í öll hús bæjarins, íbúum að kostnaðarlausu. Ákveðið var í samstarfi við Grindavíkurbæ að gefa blaðið frítt til íbúa í ár í ljósi þess að hátíðarhöld hafa verið fell niður vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en góð skil eru gerð á hátíðarhöldum síðasta árs í blaðinu og má þar m.a. finna sjómannadagsræðu Sigurðar Jónssonar, skipstjóra á Tómasi Þorvaldssyni frá því í fyrra, viðtal við Björgvin Gunnarsson eða Venna á Hæðarenda eins og hann var kallaður. Þá eru gerð góð skil á endurnýjun skipa hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í Grindavík, líkan af Kútter Fríðu RE 13 hefur verið komið fyrir í Kvikunni og má finna fróðleik um það merka skip í blaðinu.

Hér er sannarlega ekki um tæmandi lista að ræða og mælum við með að fólk lesi blaðið þegar það kemur í hús. 


Deildu ţessari frétt