Göngur í sumar - Keilir

  • Gönguferđir
  • 2. júní 2020

Næst langar okkur til þess að kynna fyrir ykkur eitt af fallegri fjöllum í nágrenni Grindavíkur. Fjallið ber nafnið Keilir og stendur á Reykjanesskaga. Keilir er móbergsfjall sem myndaðist á ísöld. Fjallið er keilulaga og mjög auðþekkt vegna lögunar sinnar. Fjallið sést vel þegar keyrt er Reykjanesbrautina framhjá Vogunum. Á Keili er mjög fallegt útsýni en gangan á fjallið er afar fjölskylduvæn. 
 

Hæð: 378 m

Göngutími: 2-3 klst

Göngubyrjun: Beygt er inn á hringtorgið hjá Vogaafleggjara. Þar er merking á skilti sem stendur á Keilir og fylgir maður þeim malarvegi að skilti sem er um 1-2 km frá fjallinu. Vegurinn er oft rosalega grýttur svo eingöngu er hægt að keyra á jeppling, en fer það eftir árstímum. 

Gönguendir: Við skiltið aftur.

Leiðarlýsing:  Fyrst er gengið á göngustíg að fjallinu frá skiltinu. Leiðin er stikuð og vörðuð mest alla leiðina. Eftir göngustígin er komið að grýttari jarðveg þegar farið er upp fjallið að lokabrekkunni sem er svo mest megnis sandur. Toppurinn er með gestabók og útsýnisskífu. Á góðum degi er hægt að sjá ansi langt, yfir allt Reykjanesið, Krýsuvík, Snæfellsnes og Reykjavík. 

- Í allt sumar ætlum við að koma með hugmyndir að góðum gönguleiðum í kringum Grindavík, ekki er um skipulagðar ferðir að ræða.

 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir