Sumargleđi í Sjómannagarđinum

  • Grunnskólafréttir
  • 20. maí 2020

Sumarstemning í Sjómannagarðinum var ríkjandi þegar hópur barna í 2. bekk eyddi deginum á skemmtilegu útisvæði í grennd við minnisvarðann Von.  Góð aðstaða er þar fyrir nemendur til að skemmta sér við leik og störf og auðvelt er að grilla og gera sér þar dagamun.  Höfðu börnin verið að vinna verkefni á margvíslegan hátt út frá kvikmyndinni Regínu.  Lögin, dansarnir og rappið skipuðu þar veglegan sess.    Í myndinni koma sumarbúðir við sögu og því var ákveðið að skemmta sér og leggja upp með nokkurs konar dags-sumarbúðir þar sem mátti leika með bolta, sápukúlur, krítar, krikket, tjalda, grilla sykurpúða og margt fleira.  Í byrjun var að sjálfsögðu fánahylling og söngurinn ómaði um víðan völl.   Skemmtilegur dagur sem endaði á bíósýningu í lok dagsins.

Hópurinn byrjaði á að setjast, fylgjast með fánahyllingu og syngja ma. lagið Góðan dag úr kvikmyndinni Regínu.

Skíðlogar í grillinu og allir bíða spenntir!

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál