Litlu lömbin hjá Línu í Vík

  • Grunnskólafréttir
  • 18. maí 2020
Litlu lömbin hjá Línu í Vík

Fyrir helgi fór 1.bekkur í fjárhúsaferð.  Hófst ferðin við gömlu kirkjuna, gengu börnin niður í Bót og að fjárhúsunum hennar Línu í Vík. Á leiðinni þangað sást álftarpar á vappi og nokkrir hestar sem voru alveg til í að leyfa að klappa sér . Hér má lesa greinargóða  ferðasögu þeirra:
Hjónin Kristólína og Guðmundur tóku vel á móti hópnum og var stemmingin róleg og yndisleg. Nemendur fengu að halda á lömbum með aðstoð Línu. Við fengum að skoða fjárhúsin og gefa kindunum brauð. Þegar við kvöddum þau hjónin sungu nemendur eitt lag og þökkuðu fyrir æðislegar móttökur. Nestið var borðað á næstu þúfu en það vakti mikla lukku að fá að hafa frjálst nesti. Þegar nemendur höfðu lokið við nestið sitt var ákveðið að elta bátinn sem við höfðum verið að fylgjast með og athuga hvort við myndum ná að sjá hann koma inn í innsiglinguna. Báturinn var þó fljótari en við en við nutum þess þó að skoða innsiglinguna og sjá munin á sjónum sitthvoru megin við varnargarðinn. Þaðan var svo haldið áfram gengið fram hjá Þorbirni þar sem við kíktum í gluggana og skoðuðum dótið sem var til sýnis. Við gengum síðan niður að höfn þar sem við sáum hvar báturinn var og örugglega verið að afferma fiskinn. Kvikan var næsta stopp þar sem einhverjir nýttu sér klósettaðstöðuna og svo var frjálsleikur í steinunum og pöllunum. Þarna hittum við tilvonandi stjörnuhóp frá Króki og það vildi svo heppilega til að þarna voru yngri systkini 2ja nemenda. Næsta stopp var svo útikennslusvæðið fyrir aftan Olís, þar sem við ræddum við nemendur og tókum hópmynd. Síðan var styttan Vonin skoðuð og að lokum haldið áfram upp í skóla. Nemendur og starfsmenn voru mjög ánægðir með vel heppnaða ferð og æðislegt veður. Efir hádegi fengu nemendur svo hjálma að gjöf frá Kiwanis. Er Kiwanismönnum þökkuð sú góða gjöf.

 

 


 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 29. júlí 2020

Verslunarmannahelgin á Bryggjunni

Fréttir / 20. júlí 2020

Jarđskjálftarnir viđ Fagradalsfjall

Fréttir / 20. júlí 2020

Öflug skjálftahrina viđ Grindavík

Fréttir / 17. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Salthúsiđ

Fréttir / 17. júlí 2020

Jón Axel til Ţýskalands

Fréttir / 13. júlí 2020

Stór dagur hjá Fisktćkniskóla íslands

Fréttir / 11. júlí 2020

Tónlistarveisla í kvöld

Fréttir / 9. júlí 2020

Allir á völlinn í kvöld

Fréttir / 9. júlí 2020

Gúrmé í Grindavík - Papas

Fréttir / 8. júlí 2020

Nágrannaviđureign í kvöld

Fréttir / 8. júlí 2020

Hagkvćmar leiguíbúđir vćntanlegar

Fréttir / 8. júlí 2020

Skráningar fram úr björtustu vonum