Árleg Mörtuganga á forsíđu Fréttablađsins

  • Fréttir
  • 13. maí 2020
Árleg Mörtuganga á forsíđu Fréttablađsins

Árleg Mörtuganga var farin í skólanum í gær, þriðjudaginn 12. maí. Hefð hefur verið fyrir því að fara á afmælisdegi Mörtu ef verður leyfir og ef hann ber upp á virkum degi en sá dagur er 29. apríl. Allir nemendur skólans fara út og ganga þennan dag til minningar um Mörtu Guðmundu Guðmundsdóttur kennara en hún var fædd þann 29. apríl 1970. Hefðbundið skólastarf er yfirleitt lagt til hliðar meðan Mörtugangan stendur. Í ár hefði Marta átt stórafmæli og orðið 50 ára hefði hún lifað daginn. Það var því ánægjulegt að sjá forsíðu Fréttablaðsins í morgun en þar mátti sjá grindvísk ungmenni bregða á leik í Selskógi eftir göngu. Meðfylgjandi texti er undir myndinni: 

Hin árlega Mörtuganga Grunnskóla Grindavíkur fór fram í blíðviðri í gær og léku nemendur á als oddi. Viðburðurinn fer fram til að minnast Mörtu Guðmundsdóttur, kennara við skólann, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2007. Marta var mikill göngugarpur og útivistarmanneskja og því er minningu hennar haldið á lofti með útiveru nemenda. 

Marta var mikill göngugarpur og fór meðal annars í ofurgöngu yfir Grænlandsjökul eftir að hún greindist veik af krabbameini. Marta var Grindvíkingur, dóttir Guðmundar Finnssonar og Höllu Ágústsdóttur. Hún lét eftir sig eina dóttur, Andreu Björt Ólafsdóttur, f. 1995. Marta hafði kennt við skólann í nokkur ár er hún greindist með krabbamein og lést hún í nóvember árið 2007. Hún var íþróttakona, spilaði meðal annars körfubolta og eftir því sem best er vitað spilaði hún tvo A landsliðsleiki, tvo B landsliðsleiki, einn U20 landsliðsleik og þrjá U18 landsliðsleiki.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Frábćrir Uppbyggingadagar

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu