Fundur 1547

 • Bćjarráđ
 • 13. maí 2020

1547. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 12. maí 2020 og hófst hann kl. 17:00. 
 
 
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.  
 
Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
 
Dagskrá: 
 
1.  Malbikun gatna 2020 - 2004017 
 Verðkönnun í malbikunarframkvæmdir fyrir sumarið 2020 hefur farið fram. Hlaðbær Colas var með lægsta verðið. Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að semja við Colas um verkið.  
 
Á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 57 milljónum í framkvæmdir við malbikun. Það er því ljóst að tilboð verktaka er umfram fjárheimildir. Þar til viðbótar má gera ráð fyrir kostnaði við eftirlit ásamt auka- og viðbótarverkum t.d. við minniháttar viðgerðir á vegum bæjarins. Óskað er eftir viðauka til að ná utan um framangreint upp á 6 milljónir króna sem fjármagnaður verður með lækkun á fjárheimild á verkefninu "Nýjar götur í Víðigerði" í fjárfestingaráætlun.  
 
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að semja við Hlaðbæ Colas.  
 
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 6.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á liðnum "Nýjar götur í Víðigerði".

2.  Víðigerði gatnagerð 2020 - 2004018 
 Verðkönnun í gatnagerð við Víðigerði hefur farið fram. GG Sigurðsson var með lægsta verðið. Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að semja við lægstbjóðanda um verkið.  
 
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að semja við GG Sigurðsson.

3.  Vörslugirðingar í fjárhólfum við Grindavík - 2005011 
 Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélagi Grindavíkur vegna ástands girðinga í beitarhólfum.  
 
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

4.  Salernisaðstaða við Hópið - 2004037 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Málinu er framhaldið frá síðasta fundi.  
 
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.  
 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

5.  Sumarstörf 2020 - 2004020 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Lögð fram beiðni um viðauka vegna starfsemi Vinnuskólans að fjárhæð 122.200.000. Gert er ráð fyrir að á móti komi 5.400.000 kr. komi frá Vinnumálastofnun.  
 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun Vinnuskólans árið 2020 að fjárhæð 122.200.000 kr. sem fjármagnaður verði með framlagi frá Vinnumálastofnun að fjárhæð 5.400.000 kr. og lækkun á handbæru fé um 116.800.000 kr.

6.  Tjaldsvæði 2020 - 1910027 
 Upplýsinga- og markaðsfulltrúi og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Bæjarráð felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa að vinna málið áfram.

7.  Starfsemi Kvikunnar - 1912039 
 Upplýsinga- og markaðsfulltrúi og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Bæjarráð felur upplýsinga- og markaðsfulltrúa og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna að breytingum innanhúss í samræmi við áður kynntar tillögur.

8.  Ósk um aðstöðu fyrir Pílufélag Grindavíkur - 1809007 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Lögð fram drög að samningi við Pílufélag Grindavíkur. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samninginn fyrir sitt leyti.  
 
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. 

9.  Styrkumsókn vegna útgáfu á tveimur skálverkum Guðbergs Bergssonar - 2005018 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur óskar eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til útgáfu tveggja skáldverka Guðbergs Bergssonar.  
 
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

10.  Styrkbeiðni vegna markaðsátaks - 2005016 
 Upplýsinga- og markaðsfulltrúi og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Grindavík Experience óska eftir styrk til að ráðast í markaðsátak fyrir Grindavík í sumar.  

Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.  Mötuneyti fyrir stofnanir Grindavíkurbæjar - 2004008  

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.

12.  Aðgerðir til að mæta fjárhagslegum áhrifum af kórónuveirunni - 2003055

 Bæjarráð samþykkir að framlengja greiðslufrest fasteignagjalda vegna atvinnuhúsnæðis til næstu áramóta hjá þeim sem þess óska. 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10. 
 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Nýjustu fréttir

Kvenfélagskonur baka saman betra samfélag

 • Fréttir
 • 25. nóvember 2020

Viđhald gatnalýsingar í Grindavík

 • Fréttir
 • 25. nóvember 2020

Gefđu aukagjafir um jólin

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2020

Ljóđiđ Vonin, hugmynd frá börnunum

 • Grunnskólafréttir
 • 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020