Fundur 1546

  • Bćjarráđ
  • 6. maí 2020

1546. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 5. maí 2020 og hófst hann kl. 17:00. 
 
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.  
 
Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
 
 
Dagskrá: 
 
1.  Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 1809013 
 Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Tillögur í 10 liðum um aðgerðir til að efla starfsumhverfi í leikskólum Grindavíkur lagðar fram. Málið hefur fengið umfjöllun í Fræðslunefnd og aflað hefur verið umsagna frá foreldraráðum beggja leikskóla. Kallað eftir afgreiðslu málsins í bæjarráði gagnvart hverjum og einum lið.  
 
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

2.  Sumarstörf 2020 - 2004020  

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  Listi yfir umsóknir ungmenna lagður fram. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.

3.  Heiti hátíðarsvæðis fyrir neðan Kvikuna - 2003013 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að viðburðatorgið neðan við Kvikuna verði nefnt Húllið. Heitið er sótt í hafsvæðið milli Reykjaness og Eldeyjar. Röstin er í Húllinu og viðeigandi að viðburðir í Grindavík fari fram í Röstinni eða Húllinu.  
 
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.  Flöggun á fánadögum - 2003040 
 Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Björgunarsveitin Þorbjörn samþykkir að taka að sér að flagga á fánadögum.  Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000.  
 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 550.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.

5.  Salernisaðstaða við Hópið - 2004037  

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Óskað er eftir heimild til þess að fjárfesta í nýjum salernisgám við Hópið og viðauka að upphæð kr. 3.500.000.  
 
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

6.  Gjafabréf til starfsmanna Grindavíkurbæjar 2020 - 2004036 
 Í ljósi þeirrar einstöku stöðu sem verið hefur að undanförnu vegna kórónufaraldursins og framlags starfsmanna við að leysa úr málefnum bæjarfélagsins í því sambandi, er lagt til að veita starfsmönnum umbun í formi gjafabréfs sem nýta má til úttektar hjá fyrirtækjum heimamanna í Grindavík.  
 
Bæjarráð samþykkir að gefa starfsmönnum sem eru í starfi í maí 2020 10.000 kr. gjafabréf til nota í fyrirtækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var á fundinum.  
 
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsátætlun 2020 að fjárhæð 2.500.000 kr. á rekstrareininguna 21611 og að viðaukinn komi til lækkunar á handbæru fé. 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40. 
 
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506

Bćjarráđ / 7. apríl 2020

Fundur 1544