Íbúafundur á fimmtudag vegna endurskođunar ađalskipulags Grindavíkur

  • Fréttir
  • 5. maí 2020
Íbúafundur á fimmtudag vegna endurskođunar ađalskipulags Grindavíkur

Haldinn verður íbúafundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur þann 7. maí nk.  kl: 17:30- 18:30. Fundurinn fer fram í Gjánni en einnig verður sýnt frá fundinum á facebook síðu bæjarins. Aðalskipulagið hefur nú þegar verið í auglýsingarferli frá 20.02.2020, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Efni tillögunnar varðar alla íbúa og eru þeir hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Gefinn er frestur til athugasemda til og með 14.maí nk. Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, endurskoðun aðalskipulags, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.  Að athugasemdafresti loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. 

Þar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur verið lagt bann við því að halda fjölmenna fundi. Takmörk eru sett við 50 manns frá og með 4. maí  og skal halda 2 metra reglu. Vegna þess hvetur Grindavíkurbær íbúa og aðra sem áhuga hafa á fundinum að taka þátt í fundinum í gegnum netið.

Þeir sem ekki hafa tök á að sækja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað er boðið að koma í Gjánna og taka þátt í fundinum þar. Í ljósi þeirra takmarkana sem settar eru á samkomur munu fyrstu 50 sem mæta á fundinn geta tekið sæti á fundinum, aðrir munu geta fylgst með fundinum heima í gegnum útsendingu á Facebook-síðu bæjarins. Þeir sem fylgjast með fundinum í gegnum netið geta, á meðan fundi stendur, sent fyrirspurnir á netfangið grindavik@grindavik.is 
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 16. september 2020

Íbúafundur í Stapa: Hvađ get ég gert?

Fréttir / 11. september 2020

Upphaf Grćnna daga í Kvikunni

Fréttir / 9. september 2020

Íbúafundur í Gjánni kl. 18:00

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu

Tónlistaskólafréttir / 28. ágúst 2020

Örfá pláss laus á selló

Tónlistaskólafréttir / 28. ágúst 2020

Kennsla í tónlistarskólanum hafin á ný